Undan farin ár hefur Ferðamálaskóli Íslands boðið upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt nám og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að sinna slíkri leiðsögn. Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra.
Meðal kennsluefnis eru:
Meðal leiðbeinenda hafa verið:
Allir leiðbeinendur hafa áratuga reynslu sem veiðimenn, leiðsögumenn eða vísindamenn, hver á sínu sviði. Námið er alls 90 stundir og fer bæði fram í kennslustofu og á bökkum Eystri Rangár.
Vinsamlegast athugið að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til þessa náms. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 898-7765 Friðjón eða með tölvupósti á fs@menntun.is