Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Kastæfing við Leirutjörn

Stöndumst ekki freistinguna þegar veðurfræðingar spá bongó fyrir norðan og skellum síðustu kastæfingu á með stuttum fyrirvara. 

Ætlum að hittast vestan megin Leirutjarnar sunnudaginn 29.maí kl 12 og æfa köstin. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina þeim sem vilja. Þá skyggnumst við líka í fluguboxin og förum yfir hvaða flugur eru fýsilegar við mismunandi aðstæður. Ekki hafa áhyggjur af hádegismatnum, grillaðar pylsur og drykkir með í boði félagsins. Hlökkum til að sjá ykkur 😎


Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2022.