Silungur frá A - Ö
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.