Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Aðalfundur SVAK 27.apríl ef aðstæður leyfa

Aðalfundur Stangveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27.apríl kl 20 í Deiglunni við Kaupvangsstræti ef aðstæður leyfa og samkomutakmarkanir hafa verið rýmkaðar.

 

Hefðbundin aðalfundarstörf með eftirfarandi dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar 
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar 
4. Umræður um ofangreint 
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn 
7. Önnur mál 

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn SVAK og eru tilbúnir að halda áfram:

Guðrún Una Jónsdóttir formaður, Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri, Guðmundur Ármann Sigurjónsson varaformaður, Valdimar Heiðar Valsson meðstj.Stefán Gunnarsson í varastjórn.

Úr stjórn gengur Sólon Arnar Kristjánsson meðstjórnandi og í hans stað hefur Jóhann Gunnar Sigdórssonboðið fram krafta sína. 

Anna Kristveig Arnardóttir bíður sig fram í varastjórn í stað Þráins Brjánssonar.

Stjórn SVAK

 


Keyrt á vefkerfi dorga.is © 2021.