Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Um félagið

Ef erindið er brýnt hringið í formann félagsins s.8682825 annars notið tölvupóstinn okkar ef þið þurfið að hafa samband.

Tölvupóstur: svak@svak.is 

 Stjórn félagsins 2022-2023

Guðrún Una Jónsdóttir   Formaður  s. 8682825
gudrun@svak.is 
Valgerður Jónsdóttir   Ritari  
Jón Bragi Gunnarsson   Gjaldkeri   jonbragi@svak.is 
Anna Kristveig Arnardóttir   Meðstjórnandi  
Stefán Gunnarsson   Meðstjórnandi    
Benjamín Þorri Bergsson
  Varastjórn    
Guðmundur Ármann Sigurjónsson   Varastjórn  

 

Lög félagsins

1. gr. Nafn og heimili
Nafn félagsins er Stangaveiðifélag Akureyrar, skammstafað SVAK, og er heimilisfang þess á Akureyri.

2. gr. Tilgangur félagsins
Tilgangur félagsins er:
Að útvega félagsmönnum veiðileyfi
Að stuðla að samstarfi á milli stangaveiðifélaga á Eyjafjarðarsvæðinu
Að efla hróður stangaveiði með almennri fræðslu um íþróttina
Að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölskylduíþróttar
Að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði
Að vinna að samstöðu stangaveiðimanna og standa vörð um hagsmuni þeirra
Að stuðla að góðri umgengni veiðimanna um náttúruna og veiðisvæðin

3. gr. Félagsaðild
Félagsmenn skuldbinda sig til að fylgja lögum og reglum félagsins. Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Íslandi, enda sé inngöngubeiðni þeirra samþykkt af stjórn félagsins eða með meirihluta atkvæða á aðalfundi.

Verði félagsmaður uppvís að brotum á lögum um lax- og silungsveiði eða veiðireglur á veiðisvæði félagsins getur stjórn svipt hann rétti til veiða á svæðum félagsins í 1 ár. Við ítrekuð brot getur stjórn vísað viðkomandi úr félaginu. ( Nýr liður mars 2009 )

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og skilað inn til stjórnar félagsins.

4. gr. Gjöld
Árgjald fyrir komandi ár skal á hverjum tíma ákveðið á aðalfundi. Gjalddagi þess er 1. desember og greiðist þá gjald fyrir það starfsár sem í hönd fer. Eindagi árgjalds er 2 mánuðum síðar. Auk árgjalds skal hver nýr félagsmaður greiða inntökugjald. Upphæð þess er ákveðin á aðalfundi. ( Breytt mars 2009 )

Nýir félagsmenn skulu fyrst greiða árgjald á því ári sem þeim býðst úthlutun veiðileyfa.

Inntöku- og árgjöld þeirra sem eru 67 ára og eldri, barna og unglinga yngri en 18 ára og maka félagsmanna, skulu vera að hámarki 50% af fullum gjöldum.

Skuldi félagsmaður tvö árgjöld skal stjórn félagsins, er þrír mánuðir eru liðnir frá gjalddaga síðasta árgjalds, tilkynna honum að hann verði felldur af félagaskrá standi hann ekki skil á vangoldnum gjöldum til félagsins innan eins mánaðar.

5. gr. Eignir og ábyrgð
Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af eignum félagsins þótt hann hverfi úr því eða félaginu sé slitið.
Enginn félagsmaður ber ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum félagsins með öðru en félagsgjöldum sínum.

6. gr. Stjórn og stjórnarkosning
Stjórn félagsins skipa fjórir menn auk formanns og tveir til vara. Hver stjórnarmaður fer með eitt atkvæði á fundum. ( Breytt mars 2009 )
Framboðum til stjórnar skal skila skriflega til skrifstofu félagsins eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund og skulu nöfn frambjóðenda birt í aðalfundarboði.
Formaður skal kosinn til eins árs en aðrir stjórnarmenn til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári sé kosið um tvo meðstjórnendur og einn varamann. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund. ( Breytt mars 2009 )

Stjórnarkosning fer fram á aðalfundi og skal kosið skriflega, bundinni kosningu milli frambjóðenda. Atkvæðaseðill við kjör meðstjórnenda er því aðeins gildur að á hann séu rituð tvö nöfn. Allir skuldlausir félagsmenn eru kjörgengir til stjórnarkjörs.

Stjórnarfundir skulu að jafnaði haldnir vikulega utan sumarorlofstíma en oftar ef formaður eða þrír stjórnarmenn óska þess. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á stjórnarfundum.

Stjórnarfundur er löglegur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar af formaður eða varaformaður.

7. gr. Aðalfundur
Aðalfundur hefur æðsta úrskurðarvald í öllum málefnum félagsins. Á honum fer fram kosning stjórnar, tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara.

Allir skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt og rétt til setu á aðalfundi.

Aukaaðalfund er heimilt að halda telji meirihluti stjórnar nauðsyn bera til. Aukaaðalfundur er boðaður á sama hátt og aðalfundur og hefur sama vald og aðalfundur.

Aðalfund skal halda fyrir 1. maí ár hvert. Stjórnin boðar til fundarins með a.m.k. sjö daga fyrirvara, bréflega eða með auglýsingu í dagblaði, eða með tryggum rafrænum hætti. Aðalfundur telst lögmætur sé löglega til hans boðað. ( Breytt mars 2009 )

Aðalfundur telst lögmætur sé löglega til hans boðað.

Tillögum til lagabreytinga skal skila skriflega til stjórnar a.m.k. fjórtán dögum fyrir aðalfund og skal þeirra getið í aðalfundarboði. Ekki verða greidd atvæði um aðrar tillögur til lagabreytinga en þær sem getið er í fundarboði og breytingartillögur við þær.

Á aðalfundi skal stjórn skýra frá starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram skoðaða reikninga sem félagsmönnum hafa verið aðgengilegir í félagsheimili SVAK í a.m.k. sjö daga fyrir fundinn.

8. gr. Verkefni stjórnar
Milli aðalfunda hefur stjórn félagsins allar almennar framkvæmdir fyrir félagið á hendi. Henni er heimilt að kveðja sér til aðstoðar félagsmenn til afmarkaðra verkefna, nefndarstarfa o.s.frv.

Stjórn félagsins er óheimilt að undirrita aðrar fjárhagslegar skuldbindingar en samninga um veiðirétt og rekstur veiðisvæða.

Stjórn félagsins setur reglur um fyrirkomulag veiða á veiðisvæðum félagsins. Jafnan skulu þær reglur vera á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. ( Nýr liður mars 2009 )

14. gr. Lagabreytingar
Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi með 2/3 hlutum atkvæða hið minnsta.

15. gr. Félagsslit
Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og með samþykki meirihluta allra félagsmanna.


Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2024.