Félagsmönnum SVAK býðst að kaupa þetta glæsilega rit um Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal í forsölu og á afslætti frá 1.nóv-21.nóv.
Allir félagsmenn ættu að hafa fengið póst varðandi kaupin.
Óskum útgefendum innilega til hamingju með þessa veglegu bók !
Nánar um bókina hér fyrir neðan :
Forsala á bókinni um Laxá til félaga í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, Stangaveiðifélagi Akureyrar og Ármönnum verður 1. – 21. nóvember á síðunni : www.Laxarbokin.is
SVAK hvetur félagsmenn sína að mæta á frumsýningu myndarinnar Árnar þagna eftir Óskar Pál Sveinsson miðvikudaginn 6.nóv kl 17:30 í Sambíóunum á Akureyri. Ókeypis aðgangur.
Að lokinn sýningu verða umræður um efni myndarinnar með frambjóðendum í komandi þingkosningum og kjósendum.
Nánar um myndina: Í júní á þessu ári fyrirskipaði Umhverfisstofnun Noregs lokun á 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs vegna skaðans sem sjókvíaeldi á laxi og loftslagsbreytingar hafa valdið á villtum laxastofnum. Á einu augnabliki hvarf stór hluti lifibrauðs fjölskyldna sem hafa byggt afkomu sína á hlunnindum af stangveiði í marga ættliði. Í myndinni eru viðtöl við eigendur norskra laxveiðiáa, sem tekin voru nokkrum dögum eftir að fótunum var kippt undan tilveru þeirra, og fólk í sveitum Íslands um þá framtíð sem mögulega bíður þess og fjölskyldna þeirra.
Félagsmönnum SVAK býðst að kaupa þetta glæsilega rit um Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal í forsölu og á afslætti frá 1.nóv-21.nóv.
Allir félagsmenn ættu að hafa fengið póst varðandi kaupin.
Óskum útgefendum innilega til hamingju með þessa veglegu bók !
Nánar um bókina hér fyrir neðan :
MeiraStefán Þór Þorgeirsson var við veiðar í Fjarðará í Ólafsfirði 25.ágúst s.l við fremur erfiðar aðstæður þegar birtingur bjargaði deginum. Gefum Stefáni orðið:
"Ég hafði leitað að bleikju frá efri mörkum neðsta svæðis án þess að verða var. Það var mjög vatnsmikið og ég átti erfitt með að fá gott rennsli á fluguna. Við stað númer 1, Lónshyl, fann ég flottan streng með lygnu á hægri hlið og kastaði bleikri silungaflugu nr.12 á milli strengs og lygnu. Fiskurinn tók af krafti í öðru kasti og reif út talsvert af línu án þess að stökkva. Ég hélt því að þarna væri um stóra sjóbleikju að ræða. Svo tekur fiskurinn roku að mér og út aftur. Fram og til baka. Ég þorði ekki að taka of mikið á honum enda með netta stöng nr. 5 og 10 punda taum. Þegar ég loks sá fiskinn hélt ég að um lax væri að ræða en svo sá ég hann betur og áttaði mig að þarna væri flottur sjóbirtingur á ferð. Eftir um 15 mínútna baráttu náði ég loks að háfa fiskinn sem stóð hálfur út úr háfinum. 5 pund og um 57 cm. Við löndum vall uppúr honum munnfylli af maðki og einhvers konar seiði. Hann hefur því verið að háma í sig eftir rigningarnar. Frábær upplifun í alla staði"
„Það má alveg deila um hvort hún heiti Ólafsfjarðará eða Fjarðará, en það er ekki hægt að deila um að síðsumars hefur hún gefið vel af sér,“ sagði Steingrímur Sævarr Ólafsson, sem hefur stundað ána um langt skeið og gerði góða ferð í hana um miðjan mánuð ásamt félögum sínum.
„Við renndum þangað þrír í kulda og trekki og hóflega bjartsýnir. Það reyndist algjör óþarfi, því hún var í banastuði og veðrið átti eftir að leika við okkur!
Við áttum efra svæði fyrir hádegi og tveir þeir rétthentu, ég og Golli komum okkur fyrir á vinstri bakkanum í Hólshyl en sá örvhenti, Birkirr (já, 2 r) Björnsson kom sér fyrir á hægri bakkanum. Og til skiptis ginu bleikjurnar hver af annarri við Pheasant Tail, Héraeyra, Squirmy Wormy, Króknum og margvíslegum þurrflugum, svo okkur þótti næstum nóg um. Við vorum hættir að telja fjöldann þegar við ákváðum að nú væri svo sannarlega nóg komið úr þessum gjöfula veiðistað og héldum að Breiðu. Þar var fiskur við fisk og þeir voru ekki spéhræddir við veiðimennina og hver á fætur öðrum ákváðu þeir að smakka á flugunum og leyfa okkur að handleika sig áður en þeim var sleppt í djúpið aftur.
Og það sama átti við um Þjófavaðshyl (Þjóvaðshyl), Syðrihyl, Ingimarshyl og svo mætti áfram telja. Það gerist ekki oft að maður gangi frá veiðistöðum sem enn eru að gefa grimmt, en það átti svo sannarlega við um veiðistaðina í ánni að þessu sinni. Svo var afskaplega gaman að sjá nýja staði sem búið er að skapa í ánni og má þar t.d. nefna góða breiðu ofan við gömlu göngubrúnna en sú hélt tugi fiska og gaf vel. Þá var afskaplega ánægjulegt að sjá hversu vel haldin bleikjan var og meira að segja í stærri kantinum. Góð ferð í Ólafsfjarðará? Ójá – og jafnvel betri í Fjarðará!“
Mynd: Steingrímur Sævar með enn eina á í Hólshyl í Ólafsfjarðará.
Öll svæði í Hörgá voru opnuð 15.júní s.l. sem er nýbreytni en áður opnaði áin 1.júní fyrir utan svæði eitt og tvö sem opnuðu í maímánuði fyrir vorveiði.
Hörgá er þriðja stærsta áin í Eyjafirði og hefur að geyma 7 svæði með tveimur stöngum á hverju þeirra og veiðileyfi eru seld í hálfum dögum. Kvóti er 3 bleikjur/stöng/vakt og leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn fyrir utan svæði 5 b í Öxnadal þs eingöngu er leyfð fluguveiði og öllum fiski skal sleppt. Við höfðum einnig til veiðimanna að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm.
Í Hörgá er að finna fallega sjóbleikju sem fer að ganga uppí ána uppúr miðjum júlí en einnig sjóbirting og staðbundinn urriða sem oft leynast á neðri svæðum árinnar m.a í kýlum og sundum.
Aðalfundur SVAK var haldinn fyrir nokkru í Deiglunni. Eins og oft áður var fámennt en góðmennt. Dagskráin var nokkuð hefðbundin þ.e almenn aðalfundarstörf þs farið var yfir skýrslu formanns og ársreikning félagsins. Stjórn félagsins er óbreytt en hana skipa:
Guðrún Una Jónsdóttir formaður
Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri
Valgerður Gunnarsdóttir ritari
Anna Kristveig Arnardóttir meðstjórnandi
Stefán Gunnarsson meðstjórnandi
Guðmundur Ármann Sigurjónsson varamaður
Benjamín Þorri Bergsson varamaður
Að lokinni hefðbundinni dagskrá var Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni veitt gullmerki félagsins fyrir öflugt og áralangt starf í þágu félagsins bæði í kennslu og stjórnarstörfum. Á hann miklar þakkir skilið.
Aðalfundur SVAK verður haldinn mánudaginn 27.maí kl 20 í Deiglunni.
Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar.
Ef einhverjir hafa áhuga á að starfa með okkur endilega sendið póst á svak@svak.is
Stjórn SVAK
Stangveiði - hvert stefnum við?
Markaður og verðþróun
Aðstaða og aðgengi
Hagkvæm nýting
Þann 23. apríl munu þér Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands Veiðifélaga og Högni Harðarson, starfsmaður Fiskirannsókna ehf fjalla um þætti sem varða flesta stangveiðimenn.
Jón Helgi stiklar á stóru um þætti sem varða markaðssetningu og verðlag og kemur víða við. Högni mun fjalla um gerð nýtingaráætlanna, með hagsmuni fiska og stangveiðimanna að leiðarljósi.
Viðburðurinn verður á sal Einingar-Iðju í Skipagötu 14, frá 20:00 - 22:30.
Heitt verður á könnunni og veitingar í boði
Allir Velkomnir!
Veiðidagar í Hörgá koma inná söluvefinn okkar á sunnudaginn um hádegisbil. Við ætlum að gefa félagsmönnum SVAK færi á að kaupa sér daga áður en áin fer í almenna sölu og bjóðum því uppá forsölu í viku frá og með sunnudeginum 14.apríl kl 12.
Stöngin í Hörgá kostar nú 7000 kr per vakt en félagsmenn SVAK fá 20 % afslátt eins og verið hefur. Þá hefur vorveiði verið lögð af og opnar áin 15.júní í stað 1.júní eins og verið hefur. Kvóti er sá sami og áður þe 3 bleikjur/stöng/vakt. Áfram biðlum við til veiðimanna að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm í verndunarskyni. Á svæði 5 b í Öxnadal er áfram sama regla um fluguveiði eingöngu og sleppiskyldu á allri bleikju. Nánar má lesa um Hörgá hér á síðunni undir veiðisvæði.
Með von um gleðilegt veiðisumar
Stjórn SVAK
Ágætu félagar.
Þriðjudaginn 9 april frá kl 20-22 verður SVAK með örnámskeið í fluguhnýtingum í Zontasalnum Aðalstræti 54 á Akureyri.
Allir félagsmenn sem hafa áhuga á fluguhnýtingum eru hvattir til að mæta. Þeir sem eiga búnað til fluguhnýtinga mega endilega koma með hann en eins á félagið nokkur sett.
Leiðbeinendur verða Jón Bragi Gunnarsson og Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Síðasta kastæfingin okkar inni er á Hrafnagili laugardaginn 16.mars frá kl 12-14. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.
Taktu stöngina þína með eða fáðu lánaða hjá okkur.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Tilvalið að skella sér í sund á eftir.
Sjáumst í Hrafnagili á laugardaginn.
Stjórnin
Nú fer hver að verða síðastur að mæta á kastæfingu en næstsíðasta kastæfingin okkar inni er á Hrafnagili laugardaginn 2.mars frá kl 12-14. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.Taktu stöngina þína með eða fáðu lánaða hjá okkur. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Sjáumst í Hrafnagili á laugardaginn.
Stjórnin
Kæru konur.
Sviðið verður ykkar í íþróttasalnum á Hrafnagili á laugardaginn 24.febrúar milli kl 12 og 14. Hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta tækifæri til að æfa fluguköstin fyrir sumarið. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina við köstin og fara yfir praktísk atriði varðandi flugustangir/línur/tauma og fleira. Takið með stöngina ykkar eða fáið lánaða hjá okkur ef þið eruð ekki búnar að koma ykkur upp veiðistöng.
Hlökkum til að sjá ykkur. Skráning æskileg á svak@svak.is.
Stjórn SVAK
Ágætu félagsmenn SVAK
Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna SVAK föstudaginn 16.febrúar og stendur hún í viku eða til föstudagsins 23.febrúar. Hægt er að tryggja sér veiðileyfi í þessa fallegu silungsveiðiá á söluvef SVAK á svak.is.
Ólafsfjarðará er skipt í tvö svæði,efra og neðra. Svæðaskiptingu má sjá á veiðikorti.
Ath: Veiði í Hólsfossi er stranglega bönnuð. Virðið svæðamörk, gömul skilti með óskýru letri verða lagfærð tímabundið og síðan fengin ný.
Veiðifyrirkomulag:
Veitt er frá 15.júlí til 20 september. Landeigendur hafa þriðjudaga til eigin ráðstöfunar.
Veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum.
Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 10. ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00.
Kvóti á bleikjuveiði er 5 fiskar á stöng/dag og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. Þegar kvóta er náð er eingöngu leyfð fluguveiði og skal þá allri bleikju sleppt.
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur
Jæja gott fólk.
Það styttist í fyrstu kastæfinguna en hún er í Hrafnagili laugardaginn 10 febrúar frá kl 12-14. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.
Þessar æfingar eru bæði ætlaðar byrjendum og lengra komnum. Taktu stöngina þína með þér, ef einhver á ekki græjur en langar að prófa að þá er möguleiki að fá lánaða stöng.
Gott væri að fá skráningu á svak@svak.is.
Sjáumst hress í sveitinni og ekki vitlaust að taka sundfötin með :)
Gleðilegt ár kæra stangveiðifólk nær og fjær.
Nú styttist í fyrstu kastæfinguna hjá SVAK en hún er laugardaginn 10.febrúar í íþróttahúsinu á Hrafnagili frá kl 12 til 14. Æfingarnar eru bæði hugsaðar fyrir byrjendur og lengra komna. Eina sem þú þarft að gera er að mæta með stöngina þína. Ef þú ert byrjandi og átt ekki búnað er möguleiki að fá hann lánaðan. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina. Eingöngu er hægt að æfa köst með einhendu innanhúss. Stefnt er á að hafa æfingar með tvíhendu úti þegar vorar.
Aðrir kastæfingardagar eru: 24.febrúar (konur eingöngu), 2.mars og 16. mars frá kl 12-14.
Vinsamlegast skráið þátttöku á svak@svak.is og ef þú ert byrjandi og átt ekki stöng væri gott að þú tækir það fram í póstinum.
Kastkveðjur
Stjórn SVAK
Léleg skráning er á fluguhnýtingarnámskeiðið sem vera átti á morgun þriðjudag 23.janúar og höfum við því ákveðið að fresta því um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar. Biðjumst velvirðingar á þessu.
Þriðjudaginn 23 janúar frá kl 20-22 verður SVAK með örnámskeið í fluguhnýtingum í Zontasalnum Aðalstræti 54 á Akureyri.
Allir félagsmenn sem hafa áhuga á fluguhnýtingum eru hvattir til að mæta. Þeir sem eiga búnað til fluguhnýtinga mega endilega koma með hann en eins á félagið nokkur sett. Leiðbeinendur verða Jón Bragi Gunnarsson, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Benjamín Þorri Bergsson.
Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið annakristveig@gmail.com, síðasti skráningardagur er 22 janúar.
Aðgangur ókeypis.
Sjáumst hress í Zontahúsinu. Heitt á könnunni og afgangur af jólakonfektinu :)