Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Fréttasafn


Kastæfing sunnudaginn 16.mars
15.3.2025
Minnum á kastæfinguna í íþróttahúsinu Hrafnagili á morgun sunnudaginn 16.mars kl 13-15. Takið með ykkar eigin stangir, flugur og önglar eru ekki velkomin í íþróttahúsið enda óþarfar við æfingar innanhúss. 
Sjáumst vonandi sem flest, leiðbeinendur á staðnum til að aðstoða ef þarf.
Um að gera að skella sér í sund og heita pottinn á eftir. 
Vor og veiðikveðjur
Stjórn SVAK



Kastæfing á sunnudaginn 23.febrúar
20.2.2025

Aldeilis vor í lofti og tími kominn á fyrstu kastæfingu vetrarins sem er á sunnudaginn 23.febrúar frá kl 13-15 í íþróttahúsinu Hrafnagili.

Kastæfingin er öllum opin , vönum sem óvönum, konum og körlum,ungum sem öldnum. Leiðbeinendur á staðnum sem fara yfir grundvallar atriði flugukastsins og eru tilbúnir að aðstoða eftir þörfum. Taktu stöngina þína með og æfðu kasttæknina áður en þú mætir á bakkann í vor. Það er ekkert eins leiðinlegt og að mæta á árbakkann og koma flugunni ekki þangað sem við viljum að hún fari.

Bjóðum konur sérstaklega velkomnar þs þessa fyrstu kastæfingu ber uppá konudaginn sjálfan.

Sjáumst hress


Hnýtingakvöld mánudaginn 10.feb
9.2.2025
Minnum á hnýtingakvöldið í Brekkuskóla á morgun mánudag 10.feb kl 19:30. Opið öllum, vönum sem óvönum.
Takið með ykkar græjur eða fáið lánað hjá okkur.
Vanir leiðbeinendur á staðnum.
Léttar veitingar.
Allir velkomnir, líka þeir sem langar bara að sýna sig,sjá aðra og segja nokkrar veiðisögur

Fjarðará í Ólafsfirði í forsölu til félagsmanna
6.2.2025

Ágætu SVAK félagar.

Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna á söluvef SVAK á svak.is sunnudaginn 9.febrúar kl 12 og stendur til sunnudagsins 16.febrúar.

Ef þú ert félagsmaður og hefur stofnað aðgang að sölukerfinu ýtir þú á innskráning og skráir þig inn með netfangi og lykilorði og getur þá nýtt þér söluvefinn. Hafir þú hinsvegar ekki stofnað aðgang ýtir þú á nýskráningu og skráir inn þar til gerðar upplýsingar.
Kveðja
Stjórn SVAK

Hnýtingakvöld framundan
22.1.2025
Hnýtingakvöld 27.jan og 10.feb kl 19:30 í matsal Brekkuskóla
Opið öllum, byrjendum sem lengra komnum. Vanir leiðbeinendur á staðnum.
Taka með sínar eigin græjur eða fá lánað hjá okkur.
Skráning æskileg á svak@svak.is, sérstaklega ef þú þarft að fá lánaðar græjur hjá okkur.
Annars er öllum áhugasömum velkomið að kíkja við í kaffi og spjall. Aðgangur ókeypis.
Sjáumst vonandi sem flest :)

Flugukastæfingar veturinn 2025
7.1.2025
Gleðilegt stangveiðiár 2025 og hafið þökk fyrir það liðna.
Ertu byrjandi í fluguveiði og/eða þarft að æfa þig að kasta fyrir sumarið ? Fékkstu kannski fluguveiðistöng í jólagjöf sem þú þarft að prófa ?
SVAK stendur fyrir flugukastæfingum í íþróttahúsinu á Hrafnagili í vetur eins og undanfarin ár sunnudagana: 23.feb, 16.mars og 30.mars kl 13-15.
Þessar æfingar eru opnar öllum, vönum sem óvönum, ungum sem öldnum, konum sem körlum 🙂
Vanir leiðbeinendur á staðnum. Gott að taka sínar eigin stangir með.
Skráning æskileg á svak@svak.is
Hlökkum til að sjá ykkur

Viltu læra Veiðileiðsögn ?
7.1.2025

Undan farin ár hefur Ferðamálaskóli Íslands boðið upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt nám og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að sinna slíkri leiðsögn.  Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra.

Meðal kennsluefnis eru:

  • Undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska. Meðal annars er fjallað um árstíðabundnar göngur fiska, gönguhegðun þeirra í ferskvatni og sjó og samspil þátta er koma við sögu.
  • Farið er yfir þætti er varða umgengni leiðsögumanna við veiðimenn allt frá móttöku þeirra, til veiðanna og annara ráða er varða dvöl í veiðihúsum.
  • Farið verður í tveggja  daga ferð í Eystri Rangá þar sem tekin verður fyrir meðal annars kasttækni með einhendum og tvíhendum.
  • Lögð er áhersla á Skyndihjálp og áfallahjálp þar sem litið er sérstaklega til þátta er tengjast hættum við ár og vötn.
  • Farið er yfir handtök er varða frágang á afla eftir veiði, blóðgun og flökun á fiski. Samhliða verður farið yfir grunnþætti sem varða meðhöndlun fiska með hliðsjón af „veiða og sleppa“ veiðihættinum.

Meðal leiðbeinenda hafa verið:

  • Þröstur Elliðason, fiskeldisfræðingur – Strengir
  • Jóhannes Hinriksson, fyrrverandi rekstrarstjóri – Ytri Rangá
  • Reynir Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og veiðileiðsögumaður
  • Björn Rúnarsson, Vatnsdalsá
  • Björn Theodórsson, fiskeldisfræðingur og leiðsögumaður
  • Gunnar Örn Petersen – Landsamband Veiðifélaga
  • Kristinn Helgason, Landsbjörg
  • Sindri Hlíðar, Fish Partner
  • Sigurður Héðinn, Siggi Haugur
  • Sigurkarl Stefánsson, fuglafræðingur
  • Sr. Bragi Skúlason, Landspítala
  • Kristján Friðriksson, Staðarhaldari í Langá á Mýrum, FOS.IS
  • Haraldur Eiríksson Laxá í Kjós – Hítará. 

Allir leiðbeinendur hafa áratuga reynslu sem veiðimenn, leiðsögumenn eða vísindamenn, hver á sínu sviði.  Námið er alls 90 stundir og fer bæði fram í kennslustofu og á bökkum Eystri Rangár.

Vinsamlegast athugið að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til þessa náms. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 898-7765 Friðjón eða með tölvupósti á fs@menntun.is


Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.