Silungur frá A - Ö
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.
Sælir félagsmenn.
Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna miðvikudaginn 29.mars kl 20 og stendur til og með miðvikudagsins 12.apríl.
Líkt og áður hefur komið fram fór áin í útboð í haust og gerði SVAK tilboð sem var samþykkt af Veiðifélagi Ólafsfjarðar.
Áður var áin í leigu Flugunnar og SVAK. Framboði veiðidaga fjölgar því en þriðjudagar verða áfram hjá bændum.
Veiðitímabilið er eins og áður frá 15.júlí til 20.september.
Óhjákvæmilega þurfum við að hækka verð á veiðileyfum en hækkun var stillt í hóf eins og hægt var og félagsmenn SVAK fá áfram allt að 20 % afslátt.
Kvóti í ánni er 4 bleikjur á stöng á dag.
Leyfilegt agn í ánni er fluga og maðkur og fluga eingöngu þegar kvóta er náð.
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að Fjarðará í Ólafsfirði oftar nefnd Ólafsfjarðará er komin í hendur SVAK á ný.
MeiraKastæfing verður á morgun sunnudag 12.mars kl 12:30-14 í íþróttahúsinu Hrafnagili. Fyrirhugaðri tvíhendu æfingu þennan dag er frestað til vors þ.s betra þykir að vera úti og við vatn. Við æfum okkur því með einhendu á morgun. Allir velkomnir.
Kastæfingarnar halda áfram hjá SVAK. Nú er komið að þeirri þriðju en hún er sunnudaginn 5.mars kl 12:30-14 í Íþróttahúsinu á Hrafnagili.
Endilega kíkið á okkur með stöngina og takið nokkur köst. Vanir leiðbeinendur á staðnum sem aðstoða .
Nú styttist verulega í vorveiðina og því ekki seinna en vænna að æfa köstin aðeins áður en á bakkann er farið.
Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir.
Fyrsta kastæfing SVAK þetta misserið var haldin inná Hrafnagili s.l sunnudag. Þar mættu hátt í 20 manns og æfðu fluguköstin fyrir komandi veiðisumar. Þetta var fólk á öllum aldri og báðum kynjum sem er gleðilegt því alltaf viljum við fá fleira af ungu fólki og konum í sportið.
Næsta sunnudag er einmitt kastæfing sem er sérstaklega ætluð konum og ber hún uppá konudaginn sjálfan. Vonum að konur taki frá tímann milli 12:30-14 sunnudaginn 19.febrúar og mæti í Íþróttahúsið á Hrafnagili. Óvæntur glaðningur fyrir þær sem mæta og vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.
Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir og skipuleggja veiðsumarið :)
Endilega tilkynnið þátttöku með því að senda póst á svak@svak.is
Minnum á kastæfinguna sem verður á Hrafnagili sunnudaginn 12. febrúar frá kl 12:30 - 14.
Vanir kastarar á staðnum sem sýna ykkur réttu handtökin.
Grípið stöngina ykkar með en möguleiki að fá lánaða stöng ef þarf.
Upplagt að skella sér í sund á eftir.
Sjáumst :)
Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)
Ágætu veiðikonur !
Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að skipuleggja og fara í veiðiferðir saman.
Staðsetning: Aðalstræti 44.
Skráning á gudrun@svak.is