Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Fréttasafn


Aðalfundur SVAK 27.apríl ef aðstæður leyfa
12.4.2021

Aðalfundur Stangveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27.apríl kl 20 í Deiglunni við Kaupvangsstræti ef aðstæður leyfa og samkomutakmarkanir hafa verið rýmkaðar.

 

Hefðbundin aðalfundarstörf með eftirfarandi dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar 
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar 
4. Umræður um ofangreint 
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn 
7. Önnur mál 

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn SVAK og eru tilbúnir að halda áfram:

Guðrún Una Jónsdóttir formaður, Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri, Guðmundur Ármann Sigurjónsson varaformaður, Valdimar Heiðar Valsson meðstj.Stefán Gunnarsson í varastjórn.

Úr stjórn gengur Sólon Arnar Kristjánsson meðstjórnandi og í hans stað hefur Jóhann Gunnar Sigdórssonboðið fram krafta sína. 

Anna Kristveig Arnardóttir bíður sig fram í varastjórn í stað Þráins Brjánssonar.

Stjórn SVAK

 


Ólafsfjarðará í forsölu
8.4.2021

Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna SVAK 10.apríl kl 13 og stendur til 17.apríl.


SVAK er leigutaki árinnar ásamt Veiðifélaginu Flugunni og skipta félögin jafnt með sér dögum,hvort félag með eina viku í senn. Bændadagar eru annan hvern þriðjudag.

Veitt er frá 15.júlí til 20 september.

Ólafsfjarðará er fjögurra stanga á þar sem veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum. 

Veitt er á flugu og maðk. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en alltaf eitthvað af urriða og einn og einn lax.

Í verndunarskyni hefur bleikjukvóti í ánni verið settur niður í 5 bleikjur á stöng per vakt. Eftir að kvóta hefur verið náð skal sleppa allri bleikju.

Stjórn SVAK beinir einnig þeim tilmælum til veiðimanna sinna og sleppa allri bleikju sem er 50 sm eða stærri.

Sem fyrr fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt af veiðileyfum í Ólafsfjarðará.

Með von um gleðilegar stundir á bakkanum 

Stjórn SVAK

 


Svarfaðardalsá komin í almenna sölu
28.3.2021

Forsölu í Svarfaðardalsá lauk í gærkveldi og er áin því komin í almenna sölu. 

Svarfaðardalsá er seld í hálfum dögum. Leyfilegt er að taka 3 bleikjur á stöng per vakt. Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09.  Allt löglegt agn er leyfilegt.

Sala veiðileyfa fer að þessu sinni fram á heimasíðu félagsins svak.is.  Þar sem um nýtt sölukerfi er að ræða þarftu að skrá þig inní kerfið með því að ýta á nýskráning. Að skráningu lokinni færðu póst á netfangið sem þú gafst upp sem þú þarft að staðfesta. Að því loknu eru þér allir vegir færir til veiðileyfakaupa.

Undirbúningur forsölu Ólafsfjarðarár og Hörgár eru í gangi og mun vonandi hefjast á næstu dögum.


Svarfaðardalsá í forsölu til 27. mars
19.3.2021

Ágætu félagar í SVAK.

Forsala í Svarfaðardalsá er hafin og stendur til 27.mars n.k. 

Svarfaðardalsá er seld í hálfum dögum. Leyfilegt að taka 3 bleikjur á stöng per vakt. Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09.  Allt löglegt agn er leyfilegt.

Sala veiðileyfa fer að þessu sinni fram á heimasíðu félagsins svak.is. Til þess að geta keypt veiðileyfi í forsölu þarftu að vera félagsmaður. Þar sem um nýtt sölukerfi er að ræða þarftu að skrá þig inní kerfið með því að ýta á nýskráning. Að skráningu lokinni færðu póst á netfangið sem þú gafst upp sem þú þarft að staðfesta.


Keyrt á vefkerfi dorga.is © 2021.