Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Fréttasafn


Góð veiði í Ólafsfjarðará
17.8.2021

Frábær veiði hefur verið í Ólafsfjarðará í sumar sem eru sannarlega gleðitíðindi því veiði hefur farið hratt minnkandi undanfarin ár. Kvóti per stöng hefur verið hertur og var settur niður í 5 bleikjur á stöng hjá SVAK í sumar. Þegar veiðibókin er skoðuð eru skráðar hátt í 100 bleikjur á tveimur dögum en langt er síðan að slíkar tölur sáust í ánni. Alls eru skráðar 250 bleikjur í ánni í veiðibók SVAK það sem af er en hún er búin að vera opin síðan 15.júlí. Þess má geta að alls voru skráðar 115 bleikur í Ólafsfjarðará í fyrrasumar. Bleikjan virðist vera um allar á því allir hyljir árinnar eru gefa fiska sem er frábært.

Fjórar stangir eru leyfðar í Ólafsfjarðará, tvær á efra svæði og tvær á því neðra,áin er seld í heilum dögum og skipta menn á svæðum í hléinu. Stangveiðifélagið SVAK og Flugan eru leigutakar að ánni og skipta með sér vikum í ánni. Áin er opin frá 15.júlí til 20.september. Mikið hefur verið selt í ána í sumar en þó eru enn í boði  veiðileyfi í lok ágúst og viku af september.


Hraunssvæðin og Hörgá komin í almenna sölu
29.4.2021

Forsölu í Hörgá og á Hraunssvæðin  í Laxá í Aðaldal er nú lokið og þessi veiðisvæði komin í almenna sölu á vefnum okkar. Aðalfundur SVAK er í kvöld
27.4.2021

Aðalfundur SVAK verður haldinn í kvöld (27.apríl) í Deiglunni kl 20 með viðeigandi sóttvarnarráðstöfunum og grímuskyldu.

Vegna vinnu í Gilinu er erfitt að fá bílastæði við Deigluna. 


Hraunssvæðin í forsölu
21.4.2021

Hraunssvæðin í Laxá í Aðaldal fara í forsölu til félagsmanna SVAK föstudaginn 23.apríl kl 12 og stendur forsalan til 30.apríl.

Hraun er mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og frábært þurrflugusvæði.

Veiðitími er frá 1. júní – 31. ágúst. Svæðið er selt í hálfum dögum. 

Veitt frá kl 7-13 og 16-22 en eftir 5. ágúst frá kl 7-13 og 15-21.

Veitt er á 2 stangir á Efra-Hrauni og 2 stangir á Neðra-Hrauni.

Eingöngu er leyfð fluguveiði 

Kvótinn er 2 fiskar á dag á stöng og skylt er að sleppa öllu yfir 40 cm. 

Öllum laxi skal sleppt aftur án undantekninga.  Særist lax svo honum verði ekki hugað líf ber að koma honum til landeiganda.


Hörgá í forsölu til félagsmanna
20.4.2021

Þann 21.apríl kl 12 hefst forsala í Hörgá til félagsmanna SVAK og stendur hún til 28.apríl

Hörgá er skemmtileg á og fjölbreytt með 7 veiðisvæðum þar sem er veitt á 2 stangir á hverju svæði.  Nánar má lesa um Hörgá hér https://svak.is/info/horga

Veiðitímabilið hefst 1.maí á svæðum 1 og 2 og er eingöngu leyfð fluguveiði á þeim svæðum til 20 júní og skal öllum fiski sleppt fram að því. 

Önnur svæði árinnar opna 20.júní. Svæði 4b, 5a og 5b loka 10. september en neðri svæði (1, 2, 3 og 4a) eru opin út september. 


Í verndunarskyni er nú kominn kvóti á bleikjuveiði í Hörgá. Veiða má að hámarki 3 bleikjur á stöng á vakt á svæðum 1,2,3,4a,4b og 5 a. Þessar takmarkanir eiga ekki við urriða, sjóbirting eða lax. Á þessum svæðum má nota allt löglegt agn, að undanskilinni vorveiði þar sem eingöngu má nota flugu eins og kemur fram hér að ofan. Á svæði 5b verður áfram eingöngu leyfð fluguveiði en nú skal allri bleikju þar sleppt. 

Veiðileyfasala SVAK fer nú fram á heimasíðu okkar. Ef þú hefur ekki keypt leyfi hjá okkur eftir þessar breytingar þarftu að fara inn í nýskráning til þess að skrá þig inní kerfið.

 


Aðalfundur SVAK 27.apríl ef aðstæður leyfa
12.4.2021

Aðalfundur Stangveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27.apríl kl 20 í Deiglunni við Kaupvangsstræti ef aðstæður leyfa og samkomutakmarkanir hafa verið rýmkaðar.

 

Hefðbundin aðalfundarstörf með eftirfarandi dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar 
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar 
4. Umræður um ofangreint 
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn 
7. Önnur mál 

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn SVAK og eru tilbúnir að halda áfram:

Guðrún Una Jónsdóttir formaður, Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri, Guðmundur Ármann Sigurjónsson varaformaður, Valdimar Heiðar Valsson meðstj.Stefán Gunnarsson í varastjórn.

Úr stjórn gengur Sólon Arnar Kristjánsson meðstjórnandi og í hans stað hefur Jóhann Gunnar Sigdórssonboðið fram krafta sína. 

Anna Kristveig Arnardóttir bíður sig fram í varastjórn í stað Þráins Brjánssonar.

Stjórn SVAK

 


Ólafsfjarðará í forsölu
8.4.2021

Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna SVAK 10.apríl kl 13 og stendur til 17.apríl.


SVAK er leigutaki árinnar ásamt Veiðifélaginu Flugunni og skipta félögin jafnt með sér dögum,hvort félag með eina viku í senn. Bændadagar eru annan hvern þriðjudag.

Veitt er frá 15.júlí til 20 september.

Ólafsfjarðará er fjögurra stanga á þar sem veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum. 

Veitt er á flugu og maðk. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en alltaf eitthvað af urriða og einn og einn lax.

Í verndunarskyni hefur bleikjukvóti í ánni verið settur niður í 5 bleikjur á stöng per vakt. Eftir að kvóta hefur verið náð skal sleppa allri bleikju.

Stjórn SVAK beinir einnig þeim tilmælum til veiðimanna sinna og sleppa allri bleikju sem er 50 sm eða stærri.

Sem fyrr fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt af veiðileyfum í Ólafsfjarðará.

Með von um gleðilegar stundir á bakkanum 

Stjórn SVAK

 


Svarfaðardalsá komin í almenna sölu
28.3.2021

Forsölu í Svarfaðardalsá lauk í gærkveldi og er áin því komin í almenna sölu. 

Svarfaðardalsá er seld í hálfum dögum. Leyfilegt er að taka 3 bleikjur á stöng per vakt. Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09.  Allt löglegt agn er leyfilegt.

Sala veiðileyfa fer að þessu sinni fram á heimasíðu félagsins svak.is.  Þar sem um nýtt sölukerfi er að ræða þarftu að skrá þig inní kerfið með því að ýta á nýskráning. Að skráningu lokinni færðu póst á netfangið sem þú gafst upp sem þú þarft að staðfesta. Að því loknu eru þér allir vegir færir til veiðileyfakaupa.

Undirbúningur forsölu Ólafsfjarðarár og Hörgár eru í gangi og mun vonandi hefjast á næstu dögum.


Svarfaðardalsá í forsölu til 27. mars
19.3.2021

Ágætu félagar í SVAK.

Forsala í Svarfaðardalsá er hafin og stendur til 27.mars n.k. 

Svarfaðardalsá er seld í hálfum dögum. Leyfilegt að taka 3 bleikjur á stöng per vakt. Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09.  Allt löglegt agn er leyfilegt.

Sala veiðileyfa fer að þessu sinni fram á heimasíðu félagsins svak.is. Til þess að geta keypt veiðileyfi í forsölu þarftu að vera félagsmaður. Þar sem um nýtt sölukerfi er að ræða þarftu að skrá þig inní kerfið með því að ýta á nýskráning. Að skráningu lokinni færðu póst á netfangið sem þú gafst upp sem þú þarft að staðfesta.


Keyrt á vefkerfi dorga.is © 2021.