Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Fréttasafn


Kastæfing fyrir konur
20.2.2024

Kæru konur.

Sviðið verður ykkar í íþróttasalnum á Hrafnagili á laugardaginn 24.febrúar milli kl 12 og 14. Hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta tækifæri til að æfa fluguköstin fyrir sumarið. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina við köstin og fara yfir praktísk atriði varðandi flugustangir/línur/tauma og fleira. Takið með stöngina ykkar eða fáið lánaða hjá okkur ef þið eruð ekki búnar að koma ykkur upp veiðistöng.

Hlökkum til að sjá ykkur. Skráning æskileg á svak@svak.is. 

Stjórn SVAK 


Fjarðará í Ólafsfirði á leið í forsölu
14.2.2024

Ágætu félagsmenn SVAK

Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna SVAK föstudaginn 16.febrúar og stendur hún í viku eða til föstudagsins 23.febrúar.  Hægt er að tryggja sér veiðileyfi í þessa fallegu silungsveiðiá á söluvef SVAK á svak.is. 

Veiðireglur

Ólafsfjarðará er skipt í tvö svæði,efra og neðra. Svæðaskiptingu má sjá á veiðikorti.

Ath: Veiði í Hólsfossi er stranglega bönnuð. Virðið svæðamörk, gömul skilti með óskýru letri verða lagfærð tímabundið og síðan fengin ný. 

Veiðifyrirkomulag: 

Veitt er frá 15.júlí til 20 september. Landeigendur hafa þriðjudaga til eigin ráðstöfunar.

Veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum.

Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 10. ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00. 

Kvóti á bleikjuveiði er 5 fiskar á stöng/dag og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. Þegar kvóta er náð er eingöngu leyfð fluguveiði og skal þá allri bleikju sleppt.

Leyfilegt agn: Fluga og maðkurFyrsta kastæfingin laugardaginn 10.febrúar
7.2.2024

Jæja gott fólk.

Það styttist í fyrstu kastæfinguna en hún er í Hrafnagili laugardaginn 10 febrúar frá kl 12-14. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina. 

Þessar æfingar eru bæði ætlaðar byrjendum og lengra komnum. Taktu stöngina þína með þér, ef einhver á ekki græjur en langar að prófa að þá er möguleiki að fá lánaða stöng. 

Gott væri að fá skráningu á svak@svak.is.

Sjáumst hress í sveitinni og ekki vitlaust að taka sundfötin með :)


Styttist í fyrstu kastæfinguna
29.1.2024

Gleðilegt ár kæra stangveiðifólk nær og fjær.

Nú styttist í fyrstu kastæfinguna hjá SVAK en hún er laugardaginn 10.febrúar í íþróttahúsinu á Hrafnagili frá kl 12 til 14. Æfingarnar eru bæði hugsaðar fyrir byrjendur og lengra komna. Eina sem þú þarft að gera er að mæta með stöngina þína. Ef þú ert byrjandi og átt ekki búnað er möguleiki að fá hann lánaðan. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina. Eingöngu er hægt að æfa köst með einhendu innanhúss. Stefnt er á að hafa æfingar með tvíhendu úti þegar vorar.

Aðrir kastæfingardagar eru: 24.febrúar (konur eingöngu), 2.mars og 16. mars frá kl 12-14. 

Vinsamlegast skráið þátttöku á svak@svak.is og ef þú ert byrjandi og átt ekki stöng væri gott að þú tækir það fram í póstinum.

Kastkveðjur

Stjórn SVAKFluguhnýtingarnámskeiði frestað vegna lélegrar þátttöku
22.1.2024

Léleg skráning er á fluguhnýtingarnámskeiðið sem vera átti á morgun þriðjudag 23.janúar og höfum við því ákveðið að fresta því um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar. Biðjumst velvirðingar á þessu.


Örnámskeið í fluguhnýtingum
13.1.2024

Þriðjudaginn 23 janúar frá kl 20-22 verður SVAK með örnámskeið í fluguhnýtingum í Zontasalnum Aðalstræti 54 á Akureyri. 

Allir félagsmenn sem hafa áhuga á fluguhnýtingum eru hvattir til að mæta.  Þeir sem eiga búnað til fluguhnýtinga mega endilega koma með hann en eins á félagið nokkur sett. Leiðbeinendur verða Jón Bragi Gunnarsson, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Benjamín Þorri Bergsson.

Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið annakristveig@gmail.com, síðasti skráningardagur er 22 janúar.

Aðgangur ókeypis.

Sjáumst hress í Zontahúsinu. Heitt á könnunni og afgangur af jólakonfektinu :)


Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2024.