Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Fréttasafn


Námskeiðið silungur frá A til Ö norður í maí
28.3.2023

Silungur frá A - Ö

Þetta skemmtilega  námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.

 

Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).

Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri 

Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.

Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.

 


Meira

Fjarðará í Ólafsfirði í forsölu miðvikudaginn 29.mars
26.3.2023

Sælir félagsmenn.

Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna miðvikudaginn 29.mars kl 20 og stendur til og með miðvikudagsins 12.apríl.

Líkt og áður hefur komið fram fór áin í útboð í haust og gerði SVAK tilboð sem var samþykkt af Veiðifélagi Ólafsfjarðar. 

Áður var áin í leigu Flugunnar og SVAK. Framboði veiðidaga fjölgar því en þriðjudagar verða áfram hjá bændum.

Veiðitímabilið er eins og áður frá 15.júlí til 20.september. 

Óhjákvæmilega þurfum við að hækka verð á veiðileyfum en hækkun var stillt í hóf eins og hægt var og félagsmenn SVAK fá áfram allt að 20 % afslátt. 

Kvóti í ánni er 4 bleikjur á stöng á dag. 

Leyfilegt agn í ánni er fluga og maðkur og fluga eingöngu þegar kvóta er náð. 


Fræðslukvöld um fluguveiði mánudaginn 27/3.
26.3.2023
FLUGUVEIÐI
Fræðslukvöld um fluguveiði, verður haldið í starfsstöð Skógræktarinnar í Vaglaskógi, mánudagskvöldið 27. mars kl.20
Reyndir veiðimenn fara yfir undirstöðuatriði fluguveiða. Mismunandi veiðiaðferðir, val á línum stöngum, taumum, flugum og margt fleira. Einnig verður sýnikennsla í fluguhnýtingum. Skráning á svak@svak.is þ.s kemur fram nafn og aldur.
Allir velkomnir byrjendur sem lengra komnir
Stangveiðifélag Akureyrar

Fjarðará í Ólafsfirði til SVAK á ný
16.3.2023

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að Fjarðará í Ólafsfirði oftar nefnd Ólafsfjarðará er komin í hendur SVAK á ný.

Meira

Fræðslukvöld um fluguveiði
13.3.2023
FLUGUVEIÐI
Fræðslukvöld um fluguveiði, verður haldið í starfsstöð Skógræktarinnar í Vaglaskógi, mánudagskvöldið 27. mars kl.20
Reyndir veiðimenn fara yfir undirstöðuatriði fluguveiða. Mismunandi veiðiaðferðir, val á línum stöngum, taumum, flugum og margt fleira. Einnig verður sýnikennsla í fluguhnýtingum. Skráning á svak@svak.is þ.s kemur fram nafn og aldur.
Allir velkomnir byrjendur sem lengra komnir
Stangveiðifélag Akureyrar

Kastæfing sunnudaginn 12.mars
11.3.2023

Kastæfing verður á morgun sunnudag 12.mars kl 12:30-14 í íþróttahúsinu Hrafnagili. Fyrirhugaðri tvíhendu æfingu þennan dag er frestað til vors þ.s betra þykir að vera úti og við vatn. Við æfum okkur því með einhendu á morgun. Allir velkomnir.


Kastæfing sunnudaginn 5.mars
3.3.2023

Kastæfingarnar halda áfram hjá SVAK. Nú er komið að þeirri þriðju en hún er sunnudaginn 5.mars kl 12:30-14 í Íþróttahúsinu á Hrafnagili.

Endilega kíkið á okkur með stöngina og takið nokkur köst. Vanir leiðbeinendur á staðnum sem aðstoða . 

Nú styttist verulega í vorveiðina og því ekki seinna en vænna að æfa köstin aðeins áður en á bakkann er farið.

Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir.



Velheppnuð kastæfing
14.2.2023

Fyrsta kastæfing SVAK þetta misserið var haldin inná Hrafnagili  s.l sunnudag. Þar mættu hátt í 20 manns og æfðu fluguköstin fyrir komandi veiðisumar. Þetta var fólk á öllum aldri og báðum kynjum sem er gleðilegt því alltaf viljum við fá fleira af ungu fólki og konum í sportið.

Næsta sunnudag er einmitt kastæfing sem er sérstaklega ætluð konum og ber hún uppá konudaginn sjálfan. Vonum að konur taki frá tímann milli 12:30-14 sunnudaginn 19.febrúar og mæti í Íþróttahúsið á Hrafnagili. Óvæntur glaðningur fyrir þær sem mæta og vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.

Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir og skipuleggja veiðsumarið :)

Endilega tilkynnið þátttöku með því að senda póst á svak@svak.is 


Kastæfing á sunnudaginn
11.2.2023

Minnum á kastæfinguna sem verður á Hrafnagili sunnudaginn 12. febrúar frá kl 12:30 - 14. 

Vanir kastarar á staðnum sem sýna ykkur réttu handtökin.

Grípið stöngina ykkar með en möguleiki að fá lánaða stöng ef þarf.

Upplagt að skella sér í sund á eftir.

Sjáumst :)


Stofnfundur Kvennaklúbbs SVAK
21.1.2023

Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)

 

Ágætu veiðikonur !

 Mánudaginn 30.janúar kl 20 verður stofnfundur kvennaklúbbs SVAK. Allar konur sem hafa áhuga á stangveiði eru hvattar til að mæta.

Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að skipuleggja og fara í veiðiferðir saman.

Staðsetning: Aðalstræti 44.

Skráning á gudrun@svak.is

 


Kastæfingar framundan
5.1.2023
Gleðilegt ár kæru félagar og takk fyrir það gamla.
Kastæfingar SVAK verða í Íþróttahúsinu á Hrafnagili eftirfarandi sunnudaga:
12.febrúar kl 12:30-14 Kastæfing með einhendu
19.febrúar (konudagurinn) kl 12:30-14 Kastæfing með einhendu fyrir konur eingöngu sem að fá að sjálfsögðu einhvern glaðning í tilefni dagsins.
5.mars kl 12:30-14 Kastæfing með einhendu 
12.mars Kastæfing með tvíhendu
Æfingarnar eru ætlaðar öllum, börnum sem fullorðnum sem vilja læra fluguköst eða vilja koma og æfa sig fyrir átök sumarsins. 
Leiðbeinendur á staðnum sem fara yfir grundvallar atriði varðandi meðferð flugustanga og flugukasta.
Best er að þeir sem ætla að mæta komi með sína eigin stöng, þó er möguleiki að fá lánaða stöng
Æfingarnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu
Vinsamlegast skráið þátttöku (hvaða dag/daga þið ætlið að mæta)  með því að senda póst á svak@svak.is

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2023.