Úlfar Agnarsson lenti heldur betur í moki í Fjarðará í Ólafsfirði s.l mánudagsmorgun. Fyrir hádegi var hann búinn að landa 22 bleikjum, 4 urriðum, missa vænan lax og einnig góðan sjóbirting sem sleit línuna. Úlli hefur verið veiðivörður í ánni til margra ára og man ekki eftir eins líflegri morgunvakt og þessari. Bleikjurnar voru frá 32-47 sm,margar nýgengnar. Tveir af urriðunum sem náðust á land voru vænir, annar þeirra 65 sm og yfir 3 kg og hinn aðeins minni. Það voru veiðistaðirnir Símastrengur, Þjófavaðshylur og Hrúthólshylur sem gáfu flesta fiskana. Rigning og aðeins skol í ánni hefur líklega ýtt undir þessa góðu veiði. Svo á hann Úlli einhverja leyni straumflugu sem hann hefur hnýtt sjálfur til margra ára sem er víst gjöful í meira lagi og gaf flesta þessa fiska þennan mokmánudag. Veiðimenn sem voru á efra svæðinu þennan morgun veiddu sömuleiðis vel á sínar stangir og skráðu 12 bleikjur og 3 urriða eftir daginn. Mikið hefur sést af bleikju í ánni undanfarið og stökkvandi laxar en alltaf veiðast 1-2 laxar í ánni á hverju sumri.
Í dag hafa verið skráðar alls tæpar 400 bleikjur í Fjarðará í Ólafsfirði en voru aðeins 121 skráð eftir allt tímabilið í fyrra. Svipuð ásókn hefur verið í ána undanfarið ár. Gengið var frá nýjum leigusamningi milli Veiðifélags Ólafsfjarðar og SVAK í vetur en áður leigðu SVAK og Flugan Fjarðará.
Við vonum svo sannarlega að þessi góða veiði sé merki um batnandi hag sjóbleikjunnar hér í Firðinum og biðlum til veiðimanna að virða kvóta og sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm.
Ólafsfjarðará er opin til og með 20.september.
Hefð er fyrir því að stjórn SVAK fari og opni Ólafsfjarðará um miðjan júlí og var engin breyting á því í gær. Benjamín Þorri og Eyþór fóru fyrir hönd stjórnar og veiddu fram að hádegi. Það er skemmst frá því að segja að það var mikið líf í ánni þrátt fyrir norðangarrann og lítið vatn. Strákarnir settu í á þriðja tug bleikja og náðu að landa 18 fiskum. Vonandi er þetta ávísun á gott veiðisumar í bleikjunni.
SVAK bauð í Fjarðará í Ólafsfirði í byrjun árs og er nú eini leigutakinn að ánni. Leyfðar eru 4 stangir í ánni, 2 á hvoru svæði. Lögð er áhersla á hófsemi á bleikjuveiði vegna fækkunar bleikjunnar s.l ár, kvóti hefur verið lækkaður og biðlað til veiðimanna að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm.
Ágæta stangveiðifólk og félagsmenn SVAK !
Tvíhendukastæfing verður sunnudaginn 28.maí n.k. kl 14. Líkleg staðsetning er við bakka Fnjóskár en við augýsum hana betur þegar nær dregur.
Nokkrir voru búnir að skrá sig á æfinguna sem átti að vera í vetur og vonumst við til að sjá þá og fleiri til ef vilja.
Kennari verður Sigmundur Ófeigsson og Stefán Sigmundsson.
Fylgist með hér á síðunni og FB síðunni fyrir frekari upplýsingar
Veiðikveðjur
F.h stjórn SVAK
Guðrún Una
Aðalfundur SVAK verður haldinn 3.maí í Lionssalnum Skipagötu 14 4.hæð og hefst kl 20.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn og varastjórn ásamt skoðunarmönnum reikninga.
7. Önnur mál
Þessir hafa gefið kost á sér í stjórn SVAK:
Aðalstjórn: Guðrún Una Jónsdóttir, Jón Bragi Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Anna Kristveig Arnardóttir og Valgerður Jónsdóttir
Varastjórn: Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Benjamín Þorri Bergsson.
Ef einhverjir hafa áhuga að starfa með okkur í stjórn eða í félaginu endilega hafið samband með því að senda póst á svak@svak.is
Ennþá eru laus pláss á á námskeiðinu Silungur frá A - Ö. Við þurfum að lágmarki 20 manns til að fá námskeiðið norður og vantar nokkra í viðbót til að þetta náist.
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak.is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.
Nánari uppýsinar um námskeiðið má finna á https://www.tokustud.is/a-o en skráning fer eingöngu fram á svak@svak.is eins og áður hefur komið fram.
Aðalfundur SVAK verður haldinn 3.maí í Lionssalnum Skipagötu 14 4.hæð og hefst kl 20.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn og varastjórn ásamt skoðunarmönnum reikninga.
7. Önnur mál
Þessir hafa gefið kost á sér í stjórn SVAK:
Aðalstjórn: Guðrún Una Jónsdóttir, Jón Bragi Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Anna Kristveig Arnardóttir og Valgerður Jónsdóttir
Varastjórn: Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Benjamín Þorri Bergsson.
Ef einhverjir hafa áhuga að starfa með okkur í stjórn eða í félaginu endilega hafið samband með því að senda póst á svak@svak.is
Hörgá fer í forsölu til félagsmanna föstudaginn 14.apríl kl 20 og stendur til 21.apríl.
Það styttist óðum í vorveiðina í Hörgá en svæði 1 og 2 opna 1.maí og á þeim svæðum er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppiskylda á öllum fiski til 20.júní. Önnur svæði opna 20.júní og þá breytast veiðireglur og kvóti settur á bleikjuna þ.e 3 bleikjur á stöng á vakt. Nánar um veiðireglur hér á síðunni undir veiðisvæði.
Ennþá eru laus pláss á á námskeiðinu Silungur frá A - Ö
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.
Forsölu í Fjarðará í Ólafsfirði lýkur í kvöld en hún hefur staðið yfir í tvær vikur. Utanfélagsmönnum gefst því kostur á að kaupa sér leyfi í þessa perlu í firðinum fagra. Eins og áður hefur komið fram fór Fjarðará í útboð í haust og tilboð SVAK í ána var samþykkt af Veiðifélagi Ólafsfjarðar.
Við leggjum áherslu á hóflega bleikjuveiði í ánni þ.s kvóti per stöng á dag er 4 bleikjur. Einnig verður rík áhersla lögð á bætta skráningu á afla í rafrænu veiðibókina okkar. Við skráningu er hægt að skila núllskýrslu ef ekkert veiðist. Veiðimenn sem skrá afla sinn samviskusamlega fara í lukkupott í lok tímabilsins og nokkrir heppnir veiðimenn verða dregnir út og fá veiðileyfi í ánni.
Silungur frá A - Ö
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.
Sælir félagsmenn.
Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna miðvikudaginn 29.mars kl 20 og stendur til og með miðvikudagsins 12.apríl.
Líkt og áður hefur komið fram fór áin í útboð í haust og gerði SVAK tilboð sem var samþykkt af Veiðifélagi Ólafsfjarðar.
Áður var áin í leigu Flugunnar og SVAK. Framboði veiðidaga fjölgar því en þriðjudagar verða áfram hjá bændum.
Veiðitímabilið er eins og áður frá 15.júlí til 20.september.
Óhjákvæmilega þurfum við að hækka verð á veiðileyfum en hækkun var stillt í hóf eins og hægt var og félagsmenn SVAK fá áfram allt að 20 % afslátt.
Kvóti í ánni er 4 bleikjur á stöng á dag.
Leyfilegt agn í ánni er fluga og maðkur og fluga eingöngu þegar kvóta er náð.
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að Fjarðará í Ólafsfirði oftar nefnd Ólafsfjarðará er komin í hendur SVAK á ný.
MeiraKastæfing verður á morgun sunnudag 12.mars kl 12:30-14 í íþróttahúsinu Hrafnagili. Fyrirhugaðri tvíhendu æfingu þennan dag er frestað til vors þ.s betra þykir að vera úti og við vatn. Við æfum okkur því með einhendu á morgun. Allir velkomnir.
Kastæfingarnar halda áfram hjá SVAK. Nú er komið að þeirri þriðju en hún er sunnudaginn 5.mars kl 12:30-14 í Íþróttahúsinu á Hrafnagili.
Endilega kíkið á okkur með stöngina og takið nokkur köst. Vanir leiðbeinendur á staðnum sem aðstoða .
Nú styttist verulega í vorveiðina og því ekki seinna en vænna að æfa köstin aðeins áður en á bakkann er farið.
Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir.
Fyrsta kastæfing SVAK þetta misserið var haldin inná Hrafnagili s.l sunnudag. Þar mættu hátt í 20 manns og æfðu fluguköstin fyrir komandi veiðisumar. Þetta var fólk á öllum aldri og báðum kynjum sem er gleðilegt því alltaf viljum við fá fleira af ungu fólki og konum í sportið.
Næsta sunnudag er einmitt kastæfing sem er sérstaklega ætluð konum og ber hún uppá konudaginn sjálfan. Vonum að konur taki frá tímann milli 12:30-14 sunnudaginn 19.febrúar og mæti í Íþróttahúsið á Hrafnagili. Óvæntur glaðningur fyrir þær sem mæta og vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.
Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir og skipuleggja veiðsumarið :)
Endilega tilkynnið þátttöku með því að senda póst á svak@svak.is
Minnum á kastæfinguna sem verður á Hrafnagili sunnudaginn 12. febrúar frá kl 12:30 - 14.
Vanir kastarar á staðnum sem sýna ykkur réttu handtökin.
Grípið stöngina ykkar með en möguleiki að fá lánaða stöng ef þarf.
Upplagt að skella sér í sund á eftir.
Sjáumst :)
Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)
Ágætu veiðikonur !
Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að skipuleggja og fara í veiðiferðir saman.
Staðsetning: Aðalstræti 44.
Skráning á gudrun@svak.is