Aldeilis vor í lofti og tími kominn á fyrstu kastæfingu vetrarins sem er á sunnudaginn 23.febrúar frá kl 13-15 í íþróttahúsinu Hrafnagili.
Kastæfingin er öllum opin , vönum sem óvönum, konum og körlum,ungum sem öldnum. Leiðbeinendur á staðnum sem fara yfir grundvallar atriði flugukastsins og eru tilbúnir að aðstoða eftir þörfum. Taktu stöngina þína með og æfðu kasttæknina áður en þú mætir á bakkann í vor. Það er ekkert eins leiðinlegt og að mæta á árbakkann og koma flugunni ekki þangað sem við viljum að hún fari.
Bjóðum konur sérstaklega velkomnar þs þessa fyrstu kastæfingu ber uppá konudaginn sjálfan.
Sjáumst hress
Ágætu SVAK félagar.
Undan farin ár hefur Ferðamálaskóli Íslands boðið upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt nám og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að sinna slíkri leiðsögn. Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra.
Meðal kennsluefnis eru:
Meðal leiðbeinenda hafa verið:
Allir leiðbeinendur hafa áratuga reynslu sem veiðimenn, leiðsögumenn eða vísindamenn, hver á sínu sviði. Námið er alls 90 stundir og fer bæði fram í kennslustofu og á bökkum Eystri Rangár.
Vinsamlegast athugið að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til þessa náms. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 898-7765 Friðjón eða með tölvupósti á fs@menntun.is