Ágæta stangveiðifólk og félagsmenn SVAK !
Tvíhendukastæfing verður sunnudaginn 28.maí n.k. kl 14. Líkleg staðsetning er við bakka Fnjóskár en við augýsum hana betur þegar nær dregur.
Nokkrir voru búnir að skrá sig á æfinguna sem átti að vera í vetur og vonumst við til að sjá þá og fleiri til ef vilja.
Kennari verður Sigmundur Ófeigsson og Stefán Sigmundsson.
Fylgist með hér á síðunni og FB síðunni fyrir frekari upplýsingar
Veiðikveðjur
F.h stjórn SVAK
Guðrún Una
Aðalfundur SVAK verður haldinn 3.maí í Lionssalnum Skipagötu 14 4.hæð og hefst kl 20.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn og varastjórn ásamt skoðunarmönnum reikninga.
7. Önnur mál
Þessir hafa gefið kost á sér í stjórn SVAK:
Aðalstjórn: Guðrún Una Jónsdóttir, Jón Bragi Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Anna Kristveig Arnardóttir og Valgerður Jónsdóttir
Varastjórn: Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Benjamín Þorri Bergsson.
Ef einhverjir hafa áhuga að starfa með okkur í stjórn eða í félaginu endilega hafið samband með því að senda póst á svak@svak.is
Ennþá eru laus pláss á á námskeiðinu Silungur frá A - Ö. Við þurfum að lágmarki 20 manns til að fá námskeiðið norður og vantar nokkra í viðbót til að þetta náist.
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak.is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.
Nánari uppýsinar um námskeiðið má finna á https://www.tokustud.is/a-o en skráning fer eingöngu fram á svak@svak.is eins og áður hefur komið fram.
Aðalfundur SVAK verður haldinn 3.maí í Lionssalnum Skipagötu 14 4.hæð og hefst kl 20.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn og varastjórn ásamt skoðunarmönnum reikninga.
7. Önnur mál
Þessir hafa gefið kost á sér í stjórn SVAK:
Aðalstjórn: Guðrún Una Jónsdóttir, Jón Bragi Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Anna Kristveig Arnardóttir og Valgerður Jónsdóttir
Varastjórn: Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Benjamín Þorri Bergsson.
Ef einhverjir hafa áhuga að starfa með okkur í stjórn eða í félaginu endilega hafið samband með því að senda póst á svak@svak.is
Hörgá fer í forsölu til félagsmanna föstudaginn 14.apríl kl 20 og stendur til 21.apríl.
Það styttist óðum í vorveiðina í Hörgá en svæði 1 og 2 opna 1.maí og á þeim svæðum er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppiskylda á öllum fiski til 20.júní. Önnur svæði opna 20.júní og þá breytast veiðireglur og kvóti settur á bleikjuna þ.e 3 bleikjur á stöng á vakt. Nánar um veiðireglur hér á síðunni undir veiðisvæði.
Ennþá eru laus pláss á á námskeiðinu Silungur frá A - Ö
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.
Forsölu í Fjarðará í Ólafsfirði lýkur í kvöld en hún hefur staðið yfir í tvær vikur. Utanfélagsmönnum gefst því kostur á að kaupa sér leyfi í þessa perlu í firðinum fagra. Eins og áður hefur komið fram fór Fjarðará í útboð í haust og tilboð SVAK í ána var samþykkt af Veiðifélagi Ólafsfjarðar.
Við leggjum áherslu á hóflega bleikjuveiði í ánni þ.s kvóti per stöng á dag er 4 bleikjur. Einnig verður rík áhersla lögð á bætta skráningu á afla í rafrænu veiðibókina okkar. Við skráningu er hægt að skila núllskýrslu ef ekkert veiðist. Veiðimenn sem skrá afla sinn samviskusamlega fara í lukkupott í lok tímabilsins og nokkrir heppnir veiðimenn verða dregnir út og fá veiðileyfi í ánni.
Silungur frá A - Ö
Þetta skemmtilega námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).
Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri
Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.
Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.
Sælir félagsmenn.
Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna miðvikudaginn 29.mars kl 20 og stendur til og með miðvikudagsins 12.apríl.
Líkt og áður hefur komið fram fór áin í útboð í haust og gerði SVAK tilboð sem var samþykkt af Veiðifélagi Ólafsfjarðar.
Áður var áin í leigu Flugunnar og SVAK. Framboði veiðidaga fjölgar því en þriðjudagar verða áfram hjá bændum.
Veiðitímabilið er eins og áður frá 15.júlí til 20.september.
Óhjákvæmilega þurfum við að hækka verð á veiðileyfum en hækkun var stillt í hóf eins og hægt var og félagsmenn SVAK fá áfram allt að 20 % afslátt.
Kvóti í ánni er 4 bleikjur á stöng á dag.
Leyfilegt agn í ánni er fluga og maðkur og fluga eingöngu þegar kvóta er náð.
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að Fjarðará í Ólafsfirði oftar nefnd Ólafsfjarðará er komin í hendur SVAK á ný.
MeiraKastæfing verður á morgun sunnudag 12.mars kl 12:30-14 í íþróttahúsinu Hrafnagili. Fyrirhugaðri tvíhendu æfingu þennan dag er frestað til vors þ.s betra þykir að vera úti og við vatn. Við æfum okkur því með einhendu á morgun. Allir velkomnir.
Kastæfingarnar halda áfram hjá SVAK. Nú er komið að þeirri þriðju en hún er sunnudaginn 5.mars kl 12:30-14 í Íþróttahúsinu á Hrafnagili.
Endilega kíkið á okkur með stöngina og takið nokkur köst. Vanir leiðbeinendur á staðnum sem aðstoða .
Nú styttist verulega í vorveiðina og því ekki seinna en vænna að æfa köstin aðeins áður en á bakkann er farið.
Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir.
Fyrsta kastæfing SVAK þetta misserið var haldin inná Hrafnagili s.l sunnudag. Þar mættu hátt í 20 manns og æfðu fluguköstin fyrir komandi veiðisumar. Þetta var fólk á öllum aldri og báðum kynjum sem er gleðilegt því alltaf viljum við fá fleira af ungu fólki og konum í sportið.
Næsta sunnudag er einmitt kastæfing sem er sérstaklega ætluð konum og ber hún uppá konudaginn sjálfan. Vonum að konur taki frá tímann milli 12:30-14 sunnudaginn 19.febrúar og mæti í Íþróttahúsið á Hrafnagili. Óvæntur glaðningur fyrir þær sem mæta og vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.
Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir og skipuleggja veiðsumarið :)
Endilega tilkynnið þátttöku með því að senda póst á svak@svak.is
Minnum á kastæfinguna sem verður á Hrafnagili sunnudaginn 12. febrúar frá kl 12:30 - 14.
Vanir kastarar á staðnum sem sýna ykkur réttu handtökin.
Grípið stöngina ykkar með en möguleiki að fá lánaða stöng ef þarf.
Upplagt að skella sér í sund á eftir.
Sjáumst :)
Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)
Ágætu veiðikonur !
Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að skipuleggja og fara í veiðiferðir saman.
Staðsetning: Aðalstræti 44.
Skráning á gudrun@svak.is