Ólafsfjarðará rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði.Hún á upptök austast á Lágheiðinni og í fjalllendinu beggja vegna dalsins. Ólafsfjarðará er 5 km löng dragá sem er nánast alltaf tær,fremur nett og meðalvatnsmikil, frekar lygn neðantil en straumharðari ofantil.
SVAK gerði nýjan leigusaming við Veiðifélag Ólafsfjarðar í mars 2023 og gildir sá samningur til ársins 2027. Áður var áin í leigu SVAK og Flugunnar. Í nýja samningnum er lögð áhersla á hóflega veiði og öflugri skráningu á afla. Veiðimenn fá áminningu í tölvupósti um að skrá afla sinn ef skráningu vantar og þeir veiðimenn sem skrá samviskusamlega fara í lukkupott þs nokkrir heppnir einstaklingar er dregnir út í lok tímabils og fá að launum stöng/stangir í Fjarðará. Kvóti er á bleikjuveiði bæði í ánni og vatninu og veiðivarsla verður efld.
Í Ólafsfjarðará veiðist aðallega sjóbleikja sem er 35-45 sm og eitthvað af urriða. Auk þess veiðast alltaf 2-4 laxar á hverju sumri.
Aðgengi að ánni er gott og hægt að vera á fólksbílum.
Ólafsfjarðará er skipt í tvö svæði,efra og neðra. Svæðaskiptingu má sjá á veiðikorti.
Ath: Veiði í Hólsfossi er stranglega bönnuð. Virðið svæðamörk, gömul skilti með óskýru letri verða lagfærð tímabundið og síðan fengin ný.
Veiðifyrirkomulag:
Veitt er frá 15.júlí til 20 september. Landeigendur hafa þriðjudaga til eigin ráðstöfunar.
Veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum.
Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 10. ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00.
Kvóti á bleikjuveiði er 5 fiskar á stöng/dag og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. Þegar kvóta er náð er eingöngu leyfð fluguveiði og skal þá allri bleikju sleppt.
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur
Ekkert veiðihús er við ána en gistingu má finna víða í Fjallabyggð.
Allur akstur utanslóða og á túnum er stranglega bannaður .
Veiðiverðir
Úlfar Agnarsson s. 7781544
Hólmar Hákon Óðinsson s.6956381
Veiðikort fylgir veiðileyfi en má einnig sækja hér
Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Ólafsfjarðarár á Svak.is.