Þriðjudaginn 23 janúar frá kl 20-22 verður SVAK með örnámskeið í fluguhnýtingum í Zontasalnum Aðalstræti 54 á Akureyri.
Allir félagsmenn sem hafa áhuga á fluguhnýtingum eru hvattir til að mæta. Þeir sem eiga búnað til fluguhnýtinga mega endilega koma með hann en eins á félagið nokkur sett. Leiðbeinendur verða Jón Bragi Gunnarsson, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Benjamín Þorri Bergsson.
Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið annakristveig@gmail.com, síðasti skráningardagur er 22 janúar.
Aðgangur ókeypis.
Sjáumst hress í Zontahúsinu. Heitt á könnunni og afgangur af jólakonfektinu :)