Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
20.2.2025 - Kastæfing á sunnudaginn 23.febrúar

Aldeilis vor í lofti og tími kominn á fyrstu kastæfingu vetrarins sem er á sunnudaginn 23.febrúar frá kl 13-15 í íþróttahúsinu Hrafnagili.

Kastæfingin er öllum opin , vönum sem óvönum, konum og körlum,ungum sem öldnum. Leiðbeinendur á staðnum sem fara yfir grundvallar atriði flugukastsins og eru tilbúnir að aðstoða eftir þörfum. Taktu stöngina þína með og æfðu kasttæknina áður en þú mætir á bakkann í vor. Það er ekkert eins leiðinlegt og að mæta á árbakkann og koma flugunni ekki þangað sem við viljum að hún fari.

Bjóðum konur sérstaklega velkomnar þs þessa fyrstu kastæfingu ber uppá konudaginn sjálfan.

Sjáumst hress

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.