Veiðidagar í Hörgá koma inná söluvefinn okkar á sunnudaginn um hádegisbil. Við ætlum að gefa félagsmönnum SVAK færi á að kaupa sér daga áður en áin fer í almenna sölu og bjóðum því uppá forsölu í viku frá og með sunnudeginum 14.apríl kl 12.
Stöngin í Hörgá kostar nú 7000 kr per vakt en félagsmenn SVAK fá 20 % afslátt eins og verið hefur. Þá hefur vorveiði verið lögð af og opnar áin 15.júní í stað 1.júní eins og verið hefur. Kvóti er sá sami og áður þe 3 bleikjur/stöng/vakt. Áfram biðlum við til veiðimanna að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm í verndunarskyni. Á svæði 5 b í Öxnadal er áfram sama regla um fluguveiði eingöngu og sleppiskyldu á allri bleikju. Nánar má lesa um Hörgá hér á síðunni undir veiðisvæði.
Með von um gleðilegt veiðisumar
Stjórn SVAK