Jæja gott fólk.
Það styttist í fyrstu kastæfinguna en hún er í Hrafnagili laugardaginn 10 febrúar frá kl 12-14. Vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.
Þessar æfingar eru bæði ætlaðar byrjendum og lengra komnum. Taktu stöngina þína með þér, ef einhver á ekki græjur en langar að prófa að þá er möguleiki að fá lánaða stöng.
Gott væri að fá skráningu á svak@svak.is.
Sjáumst hress í sveitinni og ekki vitlaust að taka sundfötin með :)