Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
7.1.2025 - Flugukastæfingar veturinn 2025

Gleðilegt stangveiðiár 2025 og hafið þökk fyrir það liðna.
Ertu byrjandi í fluguveiði og/eða þarft að æfa þig að kasta fyrir sumarið ? Fékkstu kannski fluguveiðistöng í jólagjöf sem þú þarft að prófa ?
SVAK stendur fyrir flugukastæfingum í íþróttahúsinu á Hrafnagili í vetur eins og undanfarin ár sunnudagana: 23.feb, 16.mars og 30.mars kl 13-15.
Þessar æfingar eru opnar öllum, vönum sem óvönum, ungum sem öldnum, konum sem körlum 🙂
Vanir leiðbeinendur á staðnum. Gott að taka sínar eigin stangir með.
Skráning æskileg á svak@svak.is
Hlökkum til að sjá ykkur
Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.