Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
16.3.2023 - Fjarðará í Ólafsfirði til SVAK á ný

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að Fjarðará í Ólafsfirði oftar nefnd Ólafsfjarðará er komin í hendur SVAK á ný.

Stangveiðifélag Akureyrar og Veiðifélag Ólafsfjarðar hafa gert með sér leigusamning á Fjarðará í Ólafsfirði til næstu fjögurra ára eða til ársins 2027. Fjarðará fór í útboð í haust og sendi SVAK inn tilboð ásamt fleirum. Gengið var frá samningnum í gær. Fjarðará mun því birtast fljótlega á söluvef SVAK og fara fyrst í forsölu til félagsmanna SVAK eins og verið hefur. Samningurinn er svipaður gamla samningnum sem Flugan og SVAK voru með við veiðifélagið en ríkari áhersla verður lögð á hófsemi í bleikjuveiði og bætta skráningu, merkingu veiðistaða og veiðivörslu til að fylgja eftir eftirliti vegna kvóta á bleikjuveiði í ánni og netaveiði í Ólafsfjarðarvatni. 


Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.