Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
14.2.2024 - Fjarðará í Ólafsfirði á leið í forsölu

Ágætu félagsmenn SVAK

Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna SVAK föstudaginn 16.febrúar og stendur hún í viku eða til föstudagsins 23.febrúar.  Hægt er að tryggja sér veiðileyfi í þessa fallegu silungsveiðiá á söluvef SVAK á svak.is. 

Veiðireglur

Ólafsfjarðará er skipt í tvö svæði,efra og neðra. Svæðaskiptingu má sjá á veiðikorti.

Ath: Veiði í Hólsfossi er stranglega bönnuð. Virðið svæðamörk, gömul skilti með óskýru letri verða lagfærð tímabundið og síðan fengin ný. 

Veiðifyrirkomulag: 

Veitt er frá 15.júlí til 20 september. Landeigendur hafa þriðjudaga til eigin ráðstöfunar.

Veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum.

Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 10. ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00. 

Kvóti á bleikjuveiði er 5 fiskar á stöng/dag og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. Þegar kvóta er náð er eingöngu leyfð fluguveiði og skal þá allri bleikju sleppt.

Leyfilegt agn: Fluga og maðkur


Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2024.