Fyrsta kastæfing SVAK þetta misserið var haldin inná Hrafnagili s.l sunnudag. Þar mættu hátt í 20 manns og æfðu fluguköstin fyrir komandi veiðisumar. Þetta var fólk á öllum aldri og báðum kynjum sem er gleðilegt því alltaf viljum við fá fleira af ungu fólki og konum í sportið.
Næsta sunnudag er einmitt kastæfing sem er sérstaklega ætluð konum og ber hún uppá konudaginn sjálfan. Vonum að konur taki frá tímann milli 12:30-14 sunnudaginn 19.febrúar og mæti í Íþróttahúsið á Hrafnagili. Óvæntur glaðningur fyrir þær sem mæta og vanir kastarar á staðnum sem leiðbeina.
Upplagt að skella sér í heita pottinn á eftir og skipuleggja veiðsumarið :)
Endilega tilkynnið þátttöku með því að senda póst á svak@svak.is