Bleikjan – Styðjum stofninn eru nýstofnuð félagasamtök sem hafa það að markmiði að gæta hagsmuna sjóbleikju og meta aðgerðir til að styrkja stofninn.
Í samstarfi við Stangaveiðifélag Akureyrar (SVAK), Veiðifélögin í Eyjafirði og Fiskirannsóknir ehf verður haldin opinn fundur um málefnið.
Staðsetning er Deiglan í Gilinu á Akureyri og hefst fundurinn kl 20.
Þar verður stiklað á stóru um þá þætti sem teljast vera orsakavaldar hnignunarinnar og hvað er til ráða.
Fundarstjóri er Sigmundur Ófeigsson en mælandur verða Högni Harðarson hjá Fiskirannsóknum ehf og Stefán Einar Sigmundsson verkfræðingur hjá Höldi
Boðið verður upp á kaffiveitingar