Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
20.4.2022 - Um 20 manns mættu á umræðufund um hrun bleikjunnar

Um 20 manns mættu á umræðufund um hnignun sjóbleikjunnar í Deiglunni í gærkveldi. Högni Harðarson fiskifræðingur kynnti nýstofnuð félagasamtök "Bleikjan styðjum stofninn" og þá þætti sem líklegir eru að hafa valdið hruni á sjóbleikjustofninum undanfarin ár. Þar má nefna umhverfisáhrif, malartekju í ám, veiðar í sjó og ofveiði í ám svo eitthvað sé nefnt. Þá var rætt um kvóta og friðun veiðisvæða til að styðja við stofninn. Stefán Sigmundsson gagnaritari hjá Heldi og stangveiðimaður birti síðan veiðitölur á myndrænu formi í ýmisskonar samhengi til að varpa enn frekar ljósi á hrun stofnsins og þær voru sláandi.Mjög áhugaverður fundur og hann er vonandi bara byrjunin á verndunarstarfi samtakanna "Bleikjan styðjum stofninn".
Þökkum þeim sem mættum. Finna má upptöku af fyrirlestrum Högna og Stefáns hér neðar á síðunni.
Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2023.