Nú tökum við upp þráðinn að nýju eftir gott hlé og bjóðum uppá æfingar með tvíhendu.
Æfingarnar verða með svipuðu sniði og í fyrravor þ.e við verðum á Eyrarbreiðu við Fnjóská og hefjum leik kl 11 sunnudaginn 26.maí. Leiðbeinandi verður Sigmundur Ófeigsson og Stefán Sigmundsson.
Kennslan er kösturum að kostnaðarlausu.
Vinsamlegast staðfestið mætingu með því að senda póst á svak@svak.is fyrir miðnætti á laugardagskvöld.
Taktu með stöngina þína og mættu á bakkann með okkur að æfa tvíhenduköstin. Í fyrra var þrusu gaman
Nánari upplýsingar með því að senda póst á svak@svak.is eða í síma 8682825