Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
21.5.2023 - Tvíhenduæfing 28.maí

Ágætu kastáhugamenn og konur.
Stefnt er að kastkennslu sunnudaginn 28 maí sem hefst kl 11:00, mæting 10:30. 
Áhersla er á köst með tvíhendum. En einnig munum við kenna önnur fluguköst.
Æskilegt er að fólk komi með eigin veiðistangir.
Þeir sem ætla að nota tvíhendur komi með sínar stangir.
Þeir þurfa þá einnig að vera með klofstígvél eða vöðlur því það verður að vera út í á þegar verið að kasta með tvíhendunni, bæði við spey köst og double spey. einni við Snap-T köst. 
Við stefnum að því að vera við Fnjóská og er líklegast að við verðum við Eyrarbreiðu að austan. Heyrumst betur með staðsetningu þegar nær dregur.
Munið eftir veiðigleraugum, það getur verið mikið afl í Spey köstunum.
Vonumst til að sjá sem flesta, væri ekki verra að þið mynduð skrá ykkur á námskeiðið  á svak@svak.is
Stjórn SVAK


Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2024.