Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
23.7.2022 - Sjóbleikjan farin að láta sjá sig

Nú geta veiðimenn sannarlega glaðst því nú er sá tími að ganga í garð að sjóbleikjan fari að ganga upp í árnar. Gömlu mennirnir sögðu að það þýddi lítið að renna fyrir sjóbleikjuna fyrr en uppúr 15.júlí og þeir höfðu eflaust rétt fyrir sér. Formaður SVAK var farin að ókyrrast og brá sér því í Hörgá fyrir skemmstu. Hún krækti í eina tæplega 50 sm sem lét vel finna fyrir sér í Helguhylnum og sett í aðra á sama stað sem ákvað þó að yfirgefa partýið og rauk út í strauminn. Hörgáin er vatnsmikil þessa dagana en hefur haldist nokkuð hrein og er því vel veiðanleg.

Við viljum biðja veiðimenn okkar að taka tillit til kvóta í ánum okkar og sleppa ósærðri bleikju yfir 50 sm. Skráning í rafrænu veiðibókina á svak.is er líka hluti af veiðitúrnum. Þessar upplýsingar eru okkur ákaflega mikilvægar. Við vonum að þig eigið góðar stundir á bakkanum kæru veiðimenn og konur. Endilega sendið okkur myndir úr veiðitúrnum á svak@svak.is með smá veiðisögu og við smellum henni á vefinn okkar. 

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2022.