Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
5.1.2023 - Kastæfingar framundan

Gleðilegt ár kæru félagar og takk fyrir það gamla.
Kastæfingar SVAK verða í Íþróttahúsinu á Hrafnagili eftirfarandi sunnudaga:
12.febrúar kl 12:30-14 Kastæfing með einhendu
19.febrúar (konudagurinn) kl 12:30-14 Kastæfing með einhendu fyrir konur eingöngu sem að fá að sjálfsögðu einhvern glaðning í tilefni dagsins.
5.mars kl 12:30-14 Kastæfing með einhendu 
12.mars Kastæfing með tvíhendu
Æfingarnar eru ætlaðar öllum, börnum sem fullorðnum sem vilja læra fluguköst eða vilja koma og æfa sig fyrir átök sumarsins. 
Leiðbeinendur á staðnum sem fara yfir grundvallar atriði varðandi meðferð flugustanga og flugukasta.
Best er að þeir sem ætla að mæta komi með sína eigin stöng, þó er möguleiki að fá lánaða stöng
Æfingarnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu
Vinsamlegast skráið þátttöku (hvaða dag/daga þið ætlið að mæta)  með því að senda póst á svak@svak.is
Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.