Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
17.3.2022 - Kastæfingar að hefjast

Ágætu félagar SVAK og aðrir unnendur stangveiðinnar.

Þá erum við að fara í gang með okkar sívinsælu kastæfingar eftir langt hlé ! Styttist óðum í vorveiðina og líklega einhverjir sem vilja að taka nokkur æfingaköst innandyra við bestu aðstæður. Æfingarnar eru ætlaðar fullorðnum sem og börnum, vönum sem óvönum og er þátttakendum að kostnaðarlaus. Bara mæta með stöngina. Leiðbeinendur verða á staðnum. Æskilegt er að þeir sem ætla að mæta skrái þátttöku með því að senda póst á svak@svak.is svo við höfum smá hugmynd um hve margir mæta.

Æfingarnar verða sem hér segir:

Laugardagur 19.mars kl 12-14 í Íþróttahúsinu Hrafnagili

Laugardagur 2.apríl kl 12-14 í Íþróttahúsinu Hrafnagili

Frítt í sund á eftir fyrir þá sem vilja.

Sjáumst hress

Stjórn SVAK

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2022.