Mikil eftirspurn hefur verið eftir kastkennslu í vor. Við héldum tvær kastæfingar í Íþróttahúsinu á Hrafnagili sem voru vel sóttar. Nú færum við okkur út í vorblíðuna og ætlum að hittast við Leirutjörn á Sumardaginn fyrsta kl 11 og liðka okkur ennfrekar í fluguköstum. Endilega komið með stangirnar ykkar og æfið ykkur. Leiðbeinendur á staðnum. Veðurspáin lofar góðu, tveir metrar á sekúndu,12 gráður í plús og heiðskýrt. Boðið verður uppá hressingu á milli kasta.