Ágætu félagsmenn SVAK
Hraunssvæðin í Laxá í Aðaldal fara í forsölu til félagsmanna SVAK fimmtudaginn 31.mars kl 20 og stendur forsalan til 7.apríl.
Hraun er mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og frábært þurrflugusvæði.
Veiðitími er frá 1. júní – 31. ágúst. Svæðið er selt í hálfum dögum.
Veitt frá kl 7-13 og 16-22 en eftir 5. ágúst frá kl 7-13 og 15-21.
Veitt er á 2 stangir á Efra-Hrauni og 2 stangir á Neðra-Hrauni.
Eingöngu er leyfð fluguveiði
Kvótinn er 2 fiskar á dag á stöng og skylt er að sleppa öllu yfir 40 cm.
Öllum laxi skal sleppt aftur án undantekninga. Særist lax svo honum verði ekki hugað líf ber að koma honum til landeiganda.
Vor og veiðikveðjur
Stjórn SVAK