Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
10.4.2022 - Hörgá í forsölu til félagsmanna

Hörgá fer í forsölu til félagsmanna SVAK 12.apríl kl 20 og stendur tl 19.apríl.

Hörgá er skemmtileg og fjölbreytt á með 7 veiðisvæðum þar sem er veitt á 2 stangir á hverju svæði.  Nánar má lesa um Hörgá hér https://svak.is/info/horga

Veiðitímabilið hefst 1.maí á svæðum 1 og 2 og er eingöngu leyfð fluguveiði á þeim svæðum til 20 júní og skal öllum fiski sleppt fram að því. 

Önnur svæði árinnar opna 20.júní. Svæði 4b, 5a og 5b loka 10. september en neðri svæði (1, 2, 3 og 4a) eru opin út september. 


Veiða má að hámarki 3 bleikjur á stöng á vakt á svæðum 1,2,3,4a,4b og 5 a. Þessar takmarkanir eiga ekki við urriða, sjóbirting eða lax. Á þessum svæðum má nota allt löglegt agn, að undanskilinni vorveiði þar sem eingöngu má nota flugu eins og kemur fram hér að ofan. Á svæði 5b verður áfram eingöngu leyfð fluguveiði en nú skal allri bleikju sleppt á því svæði. 

Veiðileyfasala SVAK fram á heimasíðu félagsins. Ef þú hefur ekki keypt leyfi hjá okkur áður þarftu að fara inn í nýskráning til þess að skrá þig inní kerfið.

Gleðilegar stundir á bakkanumTil baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2023.