Hörgá fer í forsölu til félagsmanna föstudaginn 14.apríl kl 20 og stendur til 21.apríl.
Það styttist óðum í vorveiðina í Hörgá en svæði 1 og 2 opna 1.maí og á þeim svæðum er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppiskylda á öllum fiski til 20.júní. Önnur svæði opna 20.júní og þá breytast veiðireglur og kvóti settur á bleikjuna þ.e 3 bleikjur á stöng á vakt. Nánar um veiðireglur hér á síðunni undir veiðisvæði.