Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
17.8.2021 - Góð veiði í Ólafsfjarðará

Frábær veiði hefur verið í Ólafsfjarðará í sumar sem eru sannarlega gleðitíðindi því veiði hefur farið hratt minnkandi undanfarin ár. Kvóti per stöng hefur verið hertur og var settur niður í 5 bleikjur á stöng hjá SVAK í sumar. Þegar veiðibókin er skoðuð eru skráðar hátt í 100 bleikjur á tveimur dögum en langt er síðan að slíkar tölur sáust í ánni. Alls eru skráðar 250 bleikjur í ánni í veiðibók SVAK það sem af er en hún er búin að vera opin síðan 15.júlí. Þess má geta að alls voru skráðar 115 bleikur í Ólafsfjarðará í fyrrasumar. Bleikjan virðist vera um allar á því allir hyljir árinnar eru gefa fiska sem er frábært.

Fjórar stangir eru leyfðar í Ólafsfjarðará, tvær á efra svæði og tvær á því neðra,áin er seld í heilum dögum og skipta menn á svæðum í hléinu. Stangveiðifélagið SVAK og Flugan eru leigutakar að ánni og skipta með sér vikum í ánni. Áin er opin frá 15.júlí til 20.september. Mikið hefur verið selt í ána í sumar en þó eru enn í boði  veiðileyfi í lok ágúst og viku af september.

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2022.