SVAK hvetur félagsmenn sína að mæta á frumsýningu myndarinnar Árnar þagna eftir Óskar Pál Sveinsson miðvikudaginn 6.nóv kl 17:30 í Sambíóunum á Akureyri. Ókeypis aðgangur.
Að lokinn sýningu verða umræður um efni myndarinnar með frambjóðendum í komandi þingkosningum og kjósendum.
Nánar um myndina: Í júní á þessu ári fyrirskipaði Umhverfisstofnun Noregs lokun á 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs vegna skaðans sem sjókvíaeldi á laxi og loftslagsbreytingar hafa valdið á villtum laxastofnum. Á einu augnabliki hvarf stór hluti lifibrauðs fjölskyldna sem hafa byggt afkomu sína á hlunnindum af stangveiði í marga ættliði. Í myndinni eru viðtöl við eigendur norskra laxveiðiáa, sem tekin voru nokkrum dögum eftir að fótunum var kippt undan tilveru þeirra, og fólk í sveitum Íslands um þá framtíð sem mögulega bíður þess og fjölskyldna þeirra.