Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
26.2.2022 - Forsala í Ólafsfjarðará hefst 1.mars


Fjarðará í Ólafsfirði oftast nefnd Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna SVAK  þriðjudaginn 1.mars kl 20 og stendur til 8.mars.

SVAK er leigutaki árinnar ásamt Veiðifélaginu Flugunni og skipta félögin jafnt með sér dögum,hvort félag með eina viku í senn. 

Veitt er frá 15.júlí til 20 september.

Ólafsfjarðará er fjögurra stanga á þar sem veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum. 

Veitt er á flugu og maðk. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en alltaf eitthvað af urriða og einn og einn lax.

Í verndunarskyni hefur SVAK sett bleikjukvótí ánni niður í 5 bleikjur á stöng per vakt. Eftir að kvóta hefur verið náð skal sleppa allri bleikju.

Stjórn SVAK beinir einnig þeim tilmælum til veiðimanna sinna og sleppa allri bleikju sem er 50 sm eða stærri.

Í rafræna veiðibók SVAK voru skráðar 431 bleikja síðast liðið sumar sem er umtalsverð auking frá fyrri sumrum.

Sem fyrr fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt af veiðileyfum í Ólafsfjarðará. 

Með von um ánægjulegar stundir á bakkanum.

Stjórnin

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2023.