Ágætu félagar.
Það fer óðum að styttast í forsölu Ólafsfjarðarár. Covid verið að stríða okkur þar eins og annarsstaðar. Við munum að sjálfsögðu auglýsa hana með nokkurra daga fyrirvara og senda póst á félagsmenn sem og að setja upplýsingar á heimasíðu og Fjésbókarsíðu SVAK.
Ólafsfjarðará stóð sig með mikilli prýði s.l sumar ef tekið er mið að árunum á undan með 431 skráðri bleikju í veiðibók SVAK.