Öll svæði í Hörgá voru opnuð 15.júní s.l. sem er nýbreytni en áður opnaði áin 1.júní fyrir utan svæði eitt og tvö sem opnuðu í maímánuði fyrir vorveiði.
Hörgá er þriðja stærsta áin í Eyjafirði og hefur að geyma 7 svæði með tveimur stöngum á hverju þeirra og veiðileyfi eru seld í hálfum dögum. Kvóti er 3 bleikjur/stöng/vakt og leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn fyrir utan svæði 5 b í Öxnadal þs eingöngu er leyfð fluguveiði og öllum fiski skal sleppt. Við höfðum einnig til veiðimanna að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm.
Í Hörgá er að finna fallega sjóbleikju sem fer að ganga uppí ána uppúr miðjum júlí en einnig sjóbirting og staðbundinn urriða sem oft leynast á neðri svæðum árinnar m.a í kýlum og sundum.