Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
29.8.2024 - Birtingur bjargaði deginum


Stefán Þór Þorgeirsson var við veiðar í Fjarðará í Ólafsfirði 25.ágúst s.l við fremur erfiðar aðstæður þegar birtingur bjargaði deginum. Gefum Stefáni orðið:

 "Ég hafði leitað að bleikju frá efri mörkum neðsta svæðis án þess að verða var. Það var mjög vatnsmikið og ég átti erfitt með að fá gott rennsli á fluguna. Við stað númer 1, Lónshyl, fann ég flottan streng með lygnu á hægri hlið og kastaði bleikri silungaflugu nr.12 á milli strengs og lygnu. Fiskurinn tók af krafti í öðru kasti og reif út talsvert af línu án þess að stökkva. Ég hélt því að þarna væri um stóra sjóbleikju að ræða. Svo tekur fiskurinn roku að mér og út aftur. Fram og til baka. Ég þorði ekki að taka of mikið á honum enda með netta stöng nr. 5 og 10 punda taum. Þegar ég loks sá fiskinn hélt ég að um lax væri að ræða en svo sá ég hann betur og áttaði mig að þarna væri flottur sjóbirtingur á ferð. Eftir um 15 mínútna baráttu náði ég loks að háfa fiskinn sem stóð hálfur út úr háfinum. 5 pund og um 57 cm. Við löndum vall uppúr honum munnfylli af maðki og einhvers konar seiði. Hann hefur því verið að háma í sig eftir rigningarnar. Frábær upplifun í alla staði"

 

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2024.