Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
31.10.2023 - Afmælis- og fræðslufundur SVAKSVAK fagnar 20.ára starfsafmæli sínu með fræðslu- og afmælisfundi á Hótel KEA laugardaginn 4.nóv frá kl 14-18

 

Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá ferskvatns -og eldissviði Hafrannsóknarstofnunar kemur í heimsókn og fjallar m.a um stöðu stofnanna okkar (bleikju, sjóbirtings og lax), utanumhald, rafræna skráningu og fiskræktunarsjónarmið. Þá mun hann einnig fjalla um slysasleppingar á sjókvíaeldislaxi og afleiðingar þeirra og tilveru hnúðlax í ánum okkar. Guðni er hafsjór af fróðleik og það er mikill akkur fyrir okkur að fá hann norður til okkar.

 

Þá munu okkar menn Sigmundur Ófeigsson og Stefán Sigmundsson vera með fyrirlestur um stöðu og þróun bleikjuveiða í ám við Eyjafjörðinn þ.s þeir skoða m.a veiðitölur síðustu ára.

 

Veitingar í boði SVAK

Sjáumst ykkur vonandi sem flest

Skráning æslileg á svak@svak.is

 

Stjórn SVAK

 

 

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2023.