Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
5.11.2023 - Afmæli SVAK haldið með pompi og prakt

Það voru um 30 manns sem mættu í afmæli SVAK um helgina og miðað við allt sem er í boði allstaðar held ég að við getum bara verið nokkuð sátt við þessa mætingu. 

Kaffiveitingar uppá gamla mátann runnu ljúflega ofan í mannskapinn.

Guðni Guðbergs var með bland í poka fyrir okkur, allt ákaflega þarft málefni að ræða um eins og fækkun bleikjunnar, sjókvíaeldið og hnúðlaxinn.

Þá fóru þeir Stefán Sigmundsson og Sigmundur Ófeigsson yfir stöðu bleikjunnar í firðinum. Veiðitölur síðustu ára eru því miður ekki gleðiefni eða eins og Stefán sagði "Ég vildi að pabbi hefði búið mig til fyrr,þá hefði ég getað verið að veiða þegar nóg var af bleikju allsstaðar".  

Formaður SVAK, Guðrún Una stýrði fundinum og Jón Bragi Gunnarsson fór yfir sögu félagsins og veitti að lokinni sinni ræðu formanni SVAK gullmerki félagsins fyrir velunnin störf s.l ellefu ár.

Dagskráin stóð í tæpa fjóra tíma sem voru flognir áður en gestir vissu af því nóg er um að ræða þessa dagana. Þar ber hæst sjókvíaeldið og að Eyjafjörðurinn okkar sé ennþá galopinn fyrir þess konar eldi.

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2023.