Aðalfundur SVAK var haldinn fyrir nokkru í Deiglunni. Eins og oft áður var fámennt en góðmennt. Dagskráin var nokkuð hefðbundin þ.e almenn aðalfundarstörf þs farið var yfir skýrslu formanns og ársreikning félagsins. Stjórn félagsins er óbreytt en hana skipa:
Guðrún Una Jónsdóttir formaður
Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri
Valgerður Gunnarsdóttir ritari
Anna Kristveig Arnardóttir meðstjórnandi
Stefán Gunnarsson meðstjórnandi
Guðmundur Ármann Sigurjónsson varamaður
Benjamín Þorri Bergsson varamaður
Að lokinni hefðbundinni dagskrá var Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni veitt gullmerki félagsins fyrir öflugt og áralangt starf í þágu félagsins bæði í kennslu og stjórnarstörfum. Á hann miklar þakkir skilið.