Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
26.4.2022 - Aðalfundi lokið

Aðalfundi SVAK er lokið en hann var haldinn í Deiglunni í kvöld.

Nýja stjórn skipa:

Guðrún Una Jónsdóttir formaður

Jón Bragi Gunnarsson

Anna Kristveig Arnardóttir

Stefàn Gunnarsson

Valgerður Jónsdóttir

Varamenn; 

Guðmundur Ármann Sigurjónsson

Benjamín Þorri Bergsson

Formanninn dreymir um að fá fleiri veiðisvæði fyrir félagsmenn SVAK og saknar þess að veiðisvæði fari ekki í útboð. Hún vill sjá fleira ungt fólk ánetjast stangveiðinni og stefnir á að stofna kvennaklúbb til að fá fleiri konur í sportið. Baráttan við sjókvíaeldi á laxi heldur áfram og að vekja athygli á hnignun sjóbleikjunnar sem hefur farið fækkandi undanfarin ár og vill hertari aðgerðir á netaveiði í sjó og aukna kvóta í ánum. SVAK stefnir á öflugt félagslíf nú loksins þegar covidpestin er á undanhaldi og hefur þegar haldið 3 kastæfingar á síðustu vikum. Fyrsti fundur með nýrri stjórn verður haldinn fljótlega og línurnar lagðar fyrir veiðisumari 2022.

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2023.