Fréttir

08 okt. 2011

Laxarnir í Hofsá

Nú hafa 62 bleikjur verið færðar til bókar úr Hofsá í Lýtingsstaðahreppi og tveir laxar - en laxarnir eru fleiri því við fengum senda mynd af einum sem ekki hefur verið skráður og sá reyndist vera hvorki meira né minna en 85 sm.
Það voru þrír 19 ára Danir sem lönduðu þessum boltalaxi og þeir fengu líka nokkrar bleikjur á bilinu 50-52 sm en svo stórar bleikjur eru sjaldséðar á þessum slóðum.

-rhr

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.