Meðal athyglisverðs efnis í blaðinu er viðtal við Rick Rosenthal margverðlaunaðan kvimyndagerðarmann, m.a. með fleiri en ein Emmy verðlaun í farteskinu, og Deirdre Brennan forsprakka írska kvikmyndaframleiðandans Castletown Productions, en þau voru hér á landi í sumar vegna vinnslu stórmyndar um Atlantshafslaxinn, Lost at Sea, þar sem tekið er á lífsferli laxins frá því hann skríður úr hrogni og þar til hann gengur aftur í ána að vori/sumri. Sérstök áhersla er á sjávardvöl hans, sem lítið hefur verið vitað um, en þykir vera lykillinn að framtíð þessarar merku skepnu.
Margt annað mætti nefna, fluguþætti, veiðisögur, greinar um matargerð með villibráð, lífríki, veiðistaði og útivist í óbyggðum. Útgefandi er GHJ-útgáfa, en ritstjórn skipa Guðmundur Guðjónsson, Heimir Óskarsson og Jón Eyfjörð Friðriksson.
Hér má lesa blaðið