Fréttir

25 ágú. 2011

Sníkjudýr í fiski

Við fengum sendar myndir af meintri geimveru - sem reyndist vera munnholsmynd af fiski, hvar tálknlús hafði hreiðrar um sig...  látum hér fylgja örlitla fræðimannalýsingu á fyrirbærinu.

Tálknalýs - Salmincola edwardsi og S. salmonea
Eru ummynduð krabbadýr (lús) sem lifa sníkjulífi á tálknum eða í tálknaholi villtra ferskvatnsfiska, sérstaklega bleikju. Lúsin er skjannahvít að lit með tvo arma sem festa dýrið við tálknin. Bolurinn er sívalur og neðan úr kynþroska kvendýri hanga tveir eggjasekkir. S. edwardsi er um 3-4 mm að lengd og eggjasekkurinn um 3 mm, en S. salmonea er 7-8 mm með 6 mm langa eggjasekki. Lýsnar eru því vel sýnilegar berum augum. Eggin klekjast út og lirfurnar synda um í nokkra daga en finna sér síðan fisktálkn til að taka sér bólfestu á. Þar lifa þær, þroskast og verpa eggjum. Tálknlýs eru og algengar í gömlum silungum.

Einkenni:
Lúsin nagar tálknin og skemmir þau. Fiskurinn verður blóðlítill, þróttlaus og næmari fyrir öðrum sýkingum. Venjulega veldur tálknlús ekki dauða nema fiskurinn sé veikur fyrir af öðrum orsökum, en hún getur háð fiskinum töluvert. Tálknlýs eru ummynduð krabbadýr sem lifa sníkjulífi á tálknum laxfiska. Stundum festa þær sig líka í góm fiskanna. Hér á landi er ein tegund í silungi og önnur á laxi.

----------------------------------------------------------------

Við fengum einnig senda mynd af fiski með undarlegt sár, látum hana fylgja með. 
Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir af venjulegum jafnt og óvenjulegum veiðitengdum hlutum.  svak@svak.is

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.