Fréttir

03 ágú. 2011

Veiðileyfi í Mýrarkvísl

Vorum að fá nokkur leyfi í Mýrarkvísl í endursölu frá Salmontails (www.salmontails.com) og eru þau komin inn á veiðileyfasölu SVAK.

Veiðifyrirkomulag er þannig að leyfilegt er að veiða á maðk á svæði 2 en aðeins flugu á svæðum 1 og 3.

Heimilt er að drepa einn lax per stöng á dag, samtals þrjá. Það takmarkast þó við að þeir veiðist á svæðum 1 og 2. Óheimilt er að drepa lax á svæði 3 þar sem það er mikilvægasta hrygningarsvæði árinnar.

Veiðihúsið Vörðuholt fylgir svæðinu. Í húsinu eru þrjú 2ja manna herbergi (menn koma með sín eigin sængurföt), stórt eldhús, setustofa og rúmgott baðherbergi. Grill og heitur pottur fylgir einnig. Húsið er staðsett fyrir landi Árbótar við Laxá í Aðaldal, en þaðan eru um 8 km að neðsta svæði árinnar.

Það virðist vera góður gangur í í Kvíslinni núna og fengum við þessi skilaboð frá veiðimanni sem er að veiðum þar núna "Ég er í Mýrarkvíslinni að skemmta mér konunglega 10 laxar eftir 3 vaktir og þar af einn 90 cm sem þýðir að í þessari viku hafa komið þrír 90 plús laxar úr ánni, einn 96 og 97 cm lax og það er nóg af risum í ánni."

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.