Fréttir

26 júl. 2011

Býst við mokveiði á bleikju

Eftirfarandi frétt birtist á ruv.is í dag:
Bleikjuveiðin er sein af stað en ekki útlit fyrir að hún verði langt frá meðalárum. Bleikjan straujar upp í árnar um helgina og þá verður mokveiði, spáir formaður Stangaveiðifélags Akureyrar.

Erlendur Steinar Friðriksson formaður Stangaveiðifélags Akureyrar hefur fylgst vel með bleikjuveiðinni í kringum landið. Hann segir að hún hafi farið rólega af stað í ár. Það megi kannski segja að við séum einum stórum straumi seinna á ferðinni en í fyrra. Þetta sé þó kannski ekki mikið seinna á ferðinni en þetta var á árum áður í kringum 2000. Hann segir leysingavatn enn mikið í ánum. Hann hefur þá trú að bleikjan bíði bara í rólegheitunum eftir að vatnsmagnið verði hóflegt og þá strauji hún upp í árnar um næstu helgi og allir verða voðaglaðir í mokbleikjuveiði.

Hér má hlusta á fréttina:
http://dagskra.ruv.is/ras1/4537080/2011/07/26/13/

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
30.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.