Fréttir

24 júl. 2011

Upplýsingasíður veiðimanna

Við minnum á tenglasíðuna okkar hér til vinstri; þar er að finna tengla á veðurspá, flóðatöflu og vatnshæðarmæla. Við vekjum líka athygli á veiðitölusíðunni, en þar er að finna upplýsingar um veiðitölur á svæðum SVAK úr rafrænni veiðibók okkar.  Svo er sérstök ástæða til að benda spjallsíðuna en þar eru t.d. ýmsir veiðitengdir hlutir auglýstir til sölu....
Upplýsingar um vatnshæð geta verið gagnlegar til að velja hvaða tíma dags sé best að fara á veiðar eða til að kanna hvort svæðin séu yfir höfuð veiðanleg. Svarfaðardalsá og Hörgá er nokkuð jökulskotnar og miklar sveiflur í rennsli þeirra. Á meðfylgjandi mynd af vatnsstöðu í Hörgá sést t.d. að minnst er í ánni um hádegisbil og mest skömmu eftir miðnætti - rökrétt er að álykta að því minna sem í ánni er því tærari sé hún. Flóðataflan er góð til að fyljast með stórstreymi - en jafnan gengur mest af fiski úr sjó í kringum stórsteymi. Flóðataflan er einnig góð til að stilla af og til að kanna sjávarstöðu á ósasvæðum. Hægt er að smella á nafn veiðisvæða í töflunni um veiðitölur til að fá nánari upplýsingar viðkomandi svæði.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.