Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund.
Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra.