Tvö afar vel heppnuð unglinganámskeið eru nú að baki - þar sem níu virkilega áhugasamir upprennandi veiðimenn fengu tilsögn hjá eldri og reyndari veiðimönnum. Skoða má myndir af námskeiðunum með þvi að smella á "lesa meira" hér fyrir neðan.
Fljótlega verður þriðja námskeiðið haldið og verða tímasetningar auglýstar í næstu viku. Þá verða einnig auglýstar dagsetningar vegna þriðja hluta veiðiskóla SVAK, sem við köllum "Lærðu á ánna" en þar bjóða reyndir veiðimenn uppá leiðsögn um nokkur veiðisvæði á Eyjafjarðarsvæðinu.