10 jún. 2011
Ágætt í Hörgá
Við fengum smáskeyti frá Gumma og Daníel sem skruppu í Hörgánna í vikunni:
"Ég og Danél skruppum sunnudagsmorgun á svæði 1 í Hörgá, mjög gott veður framan af en um hádegi var farið að versna veðrið svo við hættum þá.
Við fengum 8 fiska, þar af 3 sjóbirtinga. Fiskurinn var nokkuð vænn, stærsti sjóbirtingurinn 2,1kg, svo stærsta bleikjan var 1,9 kg."
Svo minnum við á kynningarmyndböndin af Hörgá sem komin eru á
vefinn og á rafrænu veiðibókina, en þar má sjá
aflatölur jafnóðum og veiðimenn bóka. Laus leyfi má svo skoða
hér.
Til baka