Fréttir

20 maí 2011

Norðurá í Skagafirði bætist við vefsöluna

SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í efri hluta Norðurár í skagafirði. Um er að ræða bleikjuveiði í júlí, ágúst og september. Mikil veiði var í Norðurá í fyrra sumar og til að mynda veiddust vel á annan tug bleikja þegar fluguveiðiskóli svak var haldin þar, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast stærri fiskar inn á milli og þá sérstaklega í júlí á meðan stórbleikjan er að ganga. Laus leyfi má sjá hér.

Norðuráin er alveg kjörin fyrir fjölskyldufólk sem vill gera sér daga mun því SVAK-félagar fá 50% afslátt af gistinóttinni í veiðihúsinu að Víðivöllum sé það bókað hér á vefnum eða einungis 7.500,- kr nóttin sem verður að teljast mjög gott. Húsið er 160fm, með þráðlausu interneti og með svefnplássi fyrir 7. Einnig er hægt að samtvinna skotveiði við stangaveiðina eftir 20. ágúst og þá greiðist 5.000,- kr fyrir hverja byssu

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.