16 maí 2011
SVAK selur í urriðann í Mýrarkvísl
SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í Mýrarkvísl á silungsveiðitímanum. Um er að ræða urriðaveiði í júní. Algengt er að fá 5-10 fiska á stöngina á þessum tíma í Kvíslinni, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast fiskar allt að 5-6 pundum. Laus leyfi má sjá
hér.
Við vekjum athygli SVAK-félaga á að þeir fá 10% afslátt af laxveiðileyfum hjá leigutökum árinnar. Nú fylgir veiðihúsið í Árbót með leyfum í Kvíslina, eitthvað er til að lausum dögum í laxinn í sumar. Sjá nánar á http://myrarkvisl.com
Til baka