Fréttir

05 maí 2011

Apríl góður í Litluá

Veiðin í apríl í Litluá hefur verið hreint frábær - 500 fiskar hafa veiðst og sóknin verið fremur lítil.  Til að byrja með var veiðin mest á efri svæðunum, en þegar leíð á mánuðinn hefur veiðin glæðst á neðri svæðunum.

Það gleður okkur að segja frá því að stjórn veiðifélagsins hlustaði á raddir veiðimanna og hefur rýmkað veiðitímann þannig að leyfilegt er að seinka kvölvaktinni um 3 tíma og veiða klukkustund fram yfir miðnætti.  Hermt er að stjórninni hafi borist býsna margar áskoranir. 

Við minnum á að SVAK-félagar fá 15% afslátt í Litluá, best er að hafa beint samband við Sturlu til að kaupa leyfin því kennitölugrunnur SVAK-félaga er ekki kominn inn í sölukerfið á litlaa.is

Þess má geta að helgin er laus í Litluá.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.