05 maí 2011
Fundur um pollinn
Stjórn Veiðifélags Eyjafjafjarðarár boðar til fundar um málefni Pollsins að Hólabrautinni (SVAK-húsið), í kvöld 5. maí kl.20.00.
Efni fundarinns: Samkvæmt lögum ber Veiðifélagi Eyjafjarðarár skylda til að gera nýtingaráætlun fyrir ósasvæði árinnar.
Umræður fundarinns snúast um hvernig best verði að þessu staðið, þannig að menn geti veitt og verndað í senn og skilað veiðiskýrslu.
Allir áhugamenn um málefnið eru velkomnir á fundinn til að móta stefnu í þessu máli með veiðifélaginu og hlýða á tillögur veiðifélagsins sem nú eru í mótun.
Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár
Til baka