Komið verður inná þróun veiða í ám og vötnum á undanförnum árum og litið á horfur komandi veiðisumars.
Í hverju eru áhrif stangveiða fólgin?
Hversu sterkt veiðitæki er stöngin?
Vafalítið mun Guðni minnast á Pollinn...)
Að erindi loknu svarar Guðni fyrirspurnum fundarmanna.
Guðni Guðbergsson er fiskifræðingur og sviðsstjóri Auðlindasviðs Veiðimálastofnunar og hefur starfað við rannsóknir á laxi og silungi frá árinu 1979.
Hér er á ferðinni mjög áhugavert erindi frá einum helsta sérfræðingi þjóðarinnar á þessu sviði. Erindið varðar svo sannarlega alla áhugamenn um stangveiðar.
Staður: Hólabrautin
Stund: mánudagur 2. mai kl. 20:00
Allir jafnvelkomnir, SVAK-, Flúða-, Flugu-, Fossa-, eða ekki-félagar. Veiðimenn sem aðrir.
Heitt á könnunni.
Veiðikveðja
SVAK