Fréttir

27 apr. 2011

Ný stjórn kosin á aðalfundi SVAK

Aðalfundur SVAK var haldinn mánudaginn 26. apríl 2010 í Framsóknarhúsinu að Hólabraut, kl. 20:00.  Fundarstjóri var kosinn Guðmundur Ármann og fundarritari Steinar Rafn Beck. Formaður félagsins Erlendur Steinar fór yfir skýrslu stjórnar og í framhaldi af því fór bókari félagsins Jón Bragi yfir reikninga félagsins sem voru samþykktir einróma.
Ný stjórn var kosin þar sem tveir stjórnarmenn Matthías Hákonarson og Steinar Rafn Beck hættu. Tveir voru í framboði þeir Brynjar Örn og Brynjar Helgi og voru því kjörnir í stjórn þar sem ekki voru aðrir í framboði. Hinrik Þórðarson gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu til eins ár og var kosinn einróma. Kosið var um tvo varamenn í stjórn þar sem Sigurpáll Guðmundsson og Björn Guðmundsson hætta.
Í framboði til varamanna voru Jón Bragi Gunnarsson og Þórarinn Blöndal og voru þeir kjörnir einróma.
Erlendur Steinar var einn í framboði til formanns of var því kosinn í það starf áfram.
Kjörnir voru tveir skoðunarmenn reikninga þeir Sigmundur Ófeigsson og Kristján Þór Júlíusson en til vara Guðmundur Ármann.
Ný stjórn SVAK -
Erlendur Steinar Friðriksson - Formaður Hinrik Þórðarson Halldór Ingvarsson Brynjar Örn Baldvinsson Brynjar Helgi Ásgeirsson
Varamenn. Jón Bragi Gunnarsson og Þórarinn Blöndal


Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.