Í Litluá í Kelduhverfi hagar nú svo til að stjórn veiðifélagsins hefur breytt þar daglegum veiðitíma og skert mjög fyrra frjálsræði. Því tóku nokkrir aðilar sig til og sendu áskorun til veiðifélagsins - hana má sjá hér neðar. Við hvetjum menn til að taka þátt og senda þessa áskorun áleiðis.
netföngin sem senda þarf á eru:
rosbender@gmail.com, jon@
Til stjórnar Veiðifélags Litluárvatna
Efni: Áskorun um að leyfa frjálsan veiðitíma í Litluá
Ég undirritaður skora á stjórn Veiðifélags Litluárvatna að leyfa á ný 12 klukkustunda frjálsan veiðitíma innan hvers sólarhrings og leyfi mér að rökstyðja áskorun þessa með eftirfarandi hætti.
Frjáls veiðitími yrði til þess að:
Frjáls veiðitími var reyndur á árunum 2001-2009 í Litluá og mæltist frábærlega vel fyrir. Gátu menn þá sjálfir ráðið því hvenær sólarhringsins þeir nýttu til veiða þær 12 klukkustundir sem greitt er fyrir. Það sem kom ef til vill mest á óvart við þessa tilhögun var að menn veiddu yfirleitt ekki allan þann tíma sem þeim stóð til boða, heldur fóru sér að engu óðslega, hvíldu ána vel en nýttu betur þær klukkustundir þegar aðstæður voru bestar. Þannig jafnaðist í raun út álagið á ána og fiskistofnana.
Að veiða um bjartar sumarnætur er einstök upplifun og þykir til að mynda erlendum veiðimönnum ógleymanlegt að veiða silunga á flugu í miðnætursól. Frjáls veiðitími er einmitt ein helsta ástæðan fyrir því að svo margir veiðimenn sækja upp til heiða þar sem menn veiða þegar veðurskilyrði eru fegurst og best, hvort sem er að degi eða nóttu. Eitt af því sem gerði Litluá svo minnistæða í hugum margra sem veiddu þar fyrir áratug eða svo voru kvöld og næturævintýri við ána. Að egna flugu fyrir stórurriða í miðnætursólinni er eithvað sem enginn gleymir.
Litlá er sannarlega ein af perlum Íslands þegar kemur að silungsveiði. Áin hefur hægt og bítandi náð sér á strik eftir ofveiði í nokkurn tíma. Hún hefur tryggan og góðan aðdáendahóp sem vill fyrir alla muni standa vörð um ána og glæstan silungastofn hennar. Allir sem því kynntust sakna næturstemningar við ána.
Af ofangreindum ástæðum skora ég á stjórn Veiðifélags Litluárvatna að heimila á ný og sem allra fyrst frjálsan veiðitíma við ána.
Með kærri kveðju og von um jákvæðar undirtektir,
-- Undirskrift --